„Skammastu þín!“

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi hælisleitendur á Alþingi í dag og benti meðal annars á að á meðan dvalargjöld hælisleitenda nemi 234.000 kr. á mánuði sé lágmarkslífeyrir 212.000 kr. Hann var gagnrýndur fyrir þennan samanburð og var m.a. hrópað: „Skammastu þín!“

Þetta kom fram í umræðum um störf þingsins.

Ásmundur hóf ræðu sína á því að segja á Íslendingar gætu verið stoltir af því hvernig tekið væri á móti flóttafólki sem valið væri hingað til lands á hverju ári. Áætlaður kostnaður við komu þeirra á þessu ári væri 431 milljón króna. „Flestir aðlagast vel og mikilvægt að fólk aðlagist samfélaginu og verði þátttakendur í atvinnu- og menningarlífi,“ sagði þingmaðurinn.

„Hælisleitendur er annar flokkur flóttamanna sem stöðugt sækir til landsins og er samansettur mest af ungum karlmönnum sem koma hingað vegabréfalausir. Með nýsamþykktum lögum útlendinga eru skilaboð Alþingis skýr til þessa hóps og er að skila sér. Árið 2014 var fjöldi hælisleitenda 175 en áætlaður fjöldi hælisleitenda verður 700 á yfirstandandi ári, eða 98% aukning frá fyrra ári. Dvalargjöld hælisleitenda, sem ekki fær úrlausn mála sinna, er 7.800 krónur á dag, eða 234.000 krónur á mánuði. 2,8 milljónir á ári. En lágmarksellilífeyrir er þessa dagana 212.766 krónur,“ sagði Ásmundur. 

Þá heyrðist hrópað úr þingsal: „Skammastu þín!“

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG. mbl.is/Kristinn

Íslendingar hlusti ekki á reynslu nágrannaþjóðanna

Ásmundur hélt ræðu sinni ótrauður áfram og sagði að samkvæmt aukafjárlögum yrðu settar 640 milljónir til Útlendingastofnunar vegna hælisleitenda. Fyrir hafi verið settir 556 milljónir kr. Heildarfjárhæðin á þessu ári muni því nema 1.200 milljónum. 

„Virðulegur forseti, eitt þúsund og tvö hundruð milljónir er það sem myndi kosta að reka skurðstofu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum, en þar er engin skurðstofa eða fæðingarhjálp að hafa,“ sagði Ásmundur, en ljóst var að margir þingmenn í salnum voru ósáttir við málflutning Ásmundar.

„Kostnaður vegna hælisleitenda hækkar frá árinu 2011 úr 60 milljónum í 1.200 milljónir árið 2016. Á síðustu þremur árum hefur lögfræðikostnaðurinn í innanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda verið 174 milljónir króna og á aukafjárlögum er bætt við 55 milljónum í þennan lið,“ sagði Ásmundur ennfremur. 

Hann lauk ræðu sinni á því að segja að með nýjum lögum út útlendinga hafi Íslendingar ekki hlustað á reynslu nágrannaþjóðanna. Hann bætti við að það þyrfti einnig að vanda vinnubrögð í þessum málaflokki.

Hvaða tilgangi á svona málflutningur að þjóna?

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, steig næst í pontu og sagði að honum væri lítt skemmt að koma upp á eftir síðustu ræðu. „Maður spyr sig, hvaða tilgangi á svona málflutningur að þjóna. Útmála það hversu hratt útgjöld séu að aukast vegna þess að við - að okkar litla leyti - erum að takast á við þann risavaxna vanda sem við er að glíma varðandi flóttamenn og landlaust fólk um veröld víða,“ sagði Steingrímur og spurði hvort Ásmundur væri nýr talsmaður Sjálfstæðisflokksins í þessum málaflokki í kjölfar sigurs í prófkjöri í Suðurkjördæmi.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert

Er gjörsamlega misboðið

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýndi Ásmund einnig harðlega. „Enginn málflutningur er eins ömurlegur og forsmár eins og að stilla saman tveimur hópum samfélagsins gegn hvor öðrum í stað þess að horfast í augun við, að það er ástæða fyrir því að þeir sem eru aldraðir, veikir eða öryrkjar þurfa að búa við erfið kjör,“ sagði Birgitta. 

„Hans málflutningur [Ásmundar] er nákvæmlega eins og málflutningur þeirra sem vildi ekki taka á móti gyðingum í neyð og sendu þá til baka. Mér er svo gjörsamlega misboðið að hlusta á svona málflutning. Og svo stórkostlega misboðið að þetta sé maður sem að er hér inni á Alþingi fyrir einn af stærstu flokkum landsins,“ sagði hún og bætti við að hún vildi fá að vita hvort þetta væri almennt hugarfar meðal annarra sjálfstæðismanna. 

mbl.is

Innlent »

Bílvelta á Akureyri

16:38 Bílvelta varð á gatnamótum Furuvalla og Hvannavalla á Akureyri um þrjúleytið í dag.  Meira »

Gat kom á kví með 179 þúsund löxum

16:29 Gat kom á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við Laugardal í Tálknafirði fyrr í mánuðinum og barst Matvælastofnun tilkynning um þetta á föstudag. Meira »

„Viðbjóðslegur“ eyðibíll á bak og burt

16:10 Eftir að gamall bílastæðavörður í MR greindi frá áhyggjum sínum af eyðibíl á stæðinu, var tekin ákvörðun um að láta fjarlægja hann af stæðinu. Menn geta þá kvatt óljós áform um að friða bílinn. Meira »

Lögregla lokar Reynisfjöru

15:50 Lögreglan á Suðurlandi hefur nú lokað fyrir umferð fólks austast í Reynisfjöru. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar, sem segir þetta gert vegna hruns úr berginu austarlega, yfir fjörunni. Meira »

Höfðu hjálm á höfði Mikkelsen

15:24 Innflytjendur Carlsberg á Íslandi völdu að hafa tölvugerðan hjálm á höfði Mads Mikkelsen í nýlegum auglýsingum fyrir bjórinn. Það þótti þeim „samfélagslega ábyrgt“, rétt eins og kollegum þeirra á Írlandi. Meira »

„Baulað“ á forsetann í reiðhöllinni

14:44 Guðni Th. Jóhannesson forseti gerði víðreist í Skagafirði og Húnaþingi um helgina. Var hann viðstaddur opnun landbúnaðarsýningar á Sauðárkróki, skoðaði þar nýtt sýndarveruleikasafn, opnaði sögusýningu í Kakalaskála í Blönduhlíð og afhjúpaði minnismerki á Skagaströnd um Jón Árnason þjóðsagnasafnara. Meira »

Mótmæla breyttum inntökuskilyrðum í lögreglunám

14:30 ADHD samtökin mótmæla harðlega breyttum inntökuskilyrðum í lögreglunám sem Mennta- og starfþróunarsetur lögreglurnar upplýsti nýlega um. Segja samtökin þetta vera í fyrsta skipti sem þrengt sé „verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD“ hér á landi. Meira »

Óska eftir upptökum af handtökunni

14:12 „Við erum að fara yfir málsatvikin og óska eftir upptökum af handtökunni og skýrslum til að varpa ljósi á hana. Við munum líka upplýsa nefnd um eftirlit með störfum lögreglu um málið,“ segir aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin, spurður um handtöku lögreglunnar í Gleðigöngunni. Meira »

Fyrirvararnir verða að vera festir í lög

13:46 Stefán Már Stefánsson og Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögfræðingar segja að ætli Ísland að festa þriðja orkupakkann í lög, verði að tryggja að tveir fyrirvarar séu festir í lög með honum. Meira »

Samfylkingin hástökkvari í könnun MMR

13:38 Samfylkingin er hástökkvari nýrrar könnunar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Flokkurinn bætir við sig rúmum fjórum prósentustigum frá síðustu könnun og mælist með 16,8% fylgi, næstmest allra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 19,1%. Meira »

Reksturinn þungur og krefjandi

13:31 Rekstur Sjúkrahússins á Akureyri hefur verið krefjandi og þungur það sem af er ári. Þetta kemur fram í pistli forstjórans Bjarna Jónassonar. Mestu munar þar um greiðslur vegna yfirvinnu, sem eru „mun meiri en gert var ráð fyrir en einnig er kostnaður hjúkrunar- og lækningavara hærri“. Meira »

Corbyn styður Katrínu

13:19 Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hvetur Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, í bréfi sem hann hefur ritað henni. Meira »

„Aðkoman var leiðinleg“

13:07 „Aðkoman var leiðinleg í morgun,“ segir Hjördís Guðrún Ólafsdóttir leikskólastjóri á Krakkakoti í Garðabæ. Veggjakrot var víða á leikskólabyggingunni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Meira »

Malbikað á Suðurlandsvegi

12:55 Stefnt er að því að malbika aðra akreinina á Suðurlandsvegi, frá Ölvisholtsvegi að Skeiða- og Hrunamannahreppi á morgun. Akreininni verður lokað og umferð stýrt framhjá og verða viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp, að því er segir í tilkynningu. Meira »

„Risavaxið verkefni“

12:37 „Þetta er risavaxið verkefni í margvíslegum skilningi sem mun þegar allt er tilbúið valda straumhvörfum í þjónustu við sjúklinga og stórefla alla starfsemi þjóðarsjúkrahússins okkar.“ Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þegar hún skoðaði framkvæmdasvæði nýs Landspítala. Meira »

Ráðherrarnir streyma til landsins

12:36 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bauð Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, velkominn til landsins skömmu fyrir hádegi í dag. Tekið var á móti Löfven við Hellisheiðarvirkjum, þar sem ráðherrarnir og fylgdarlið fengu kynningu frá Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Meira »

Samfelld makrílvinnsla fyrir austan

12:02 „Við fengum þessi 1.100 tonn á einum degi úti í miðri Smugunni eða 350 mílur austnorðaustur úr Norðfjarðarhorni. Flotinn hefur verið í Smugunni að undanförnu og hefur farið þar svolítið fram og til baka. Nú er fiskurinn sem veiðist töluvert blandaður hvað stærð varðar, en áður fékkst mest mjög stór fiskur,“ segir Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti, en vinnsla á þessum 1.100 tonnum af makríl hófst í Neskaupstað í gær. Meira »

Leita á ný á fimmtudag

11:45 Fyrirhugað er að leit verði hafin að nýju á fimmtudaginn að líki belg­íska ferðamanns­ins sem tal­inn er hafa fallið í Þing­valla­vatn fyrir rúmri viku. Þetta staðfestir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi. Um helgina var notaður kafbátur við leitina en án árangurs. Meira »

Katrín fundaði með Mary Robinson

11:06 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands, sem einnig hefur verið erindreki Sameinuðu þjóðanna á sviði mannréttindamála og baráttukona fyrir loftslagsréttlæti. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann.Hafið samband við kattholt@katthol...
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...
Súper sól
Súper sól...