Steinunn Ýr formaður Kvennahreyfingarinnar

Ný stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar.
Ný stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Ljósmynd/Samfylkingin

Steinunn Ýr Einarsdóttir var kjörin formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar á ársfundi hreyfingarinnar, sem haldinn var að loknum lokuðum flokkstjórnarfundi.

Alls voru sjö konur af öllu landinu kjörnar í stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Auk Steinunnar Ýrar voru kjörnar í stjórn þær Sigrún Skaftadóttir, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, Erla Björg Guðmundsdóttir, Jenný Heiða Zalenwski og Silja Jóhannesdóttir.  

Mál kvenna sem eru á flótta og málefni fatlaðra kvenna voru í brennidepli á fundinum. Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur verið sjálfboðaliði meðal flóttafólks víða um Evrópu, hélt erindi og þá fjallaði Inga Björk Bjarnadóttir um hvernig væri að vera fatlaður femínisti í stjórnmálum, en Inga Björk skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.

mbl.is