Meirihluti andvígur búvörusamningunum

Frá undirritun búvörusamninganna í febrúar á þessu ári. Samningarnir voru …
Frá undirritun búvörusamninganna í febrúar á þessu ári. Samningarnir voru síðan samþykktir á Alþingi þann 13. september síðastliðinn. mbl.is/Styrmir Kári

Meirihluti landsmanna, eða 62,4%, segist vera andvígur búvörusamningunum en 16,3% sögðust vera þeim fylgjandi í nýrri könnun MMR.

Könnunin var framkvæmd dagana 20. til 26. september 2016 og var heildarfjöldi svarenda 985 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Fram kemur í könnuninni, að eldri aldurshópar hafi verið líklegri til að vera fylgjandi búvörusamningunum.

Það eru stuðningsmenn Framsóknarflokksins sem eru líklegastir til að vera fylgjandi búvörusamningunum (55% fylgjandi), en stuðningsfólk Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Viðreisnar var líklegast til að vera andvígt samningunum (yfir 75% andvíg).

Könnun MMR

mbl.is

Bloggað um fréttina