„Hrynja ekki að ástæðulausu“

Litlu mátti muna að manntjón yrði því kraninn missti stóran …
Litlu mátti muna að manntjón yrði því kraninn missti stóran bunka af timburfjölum sem féllu á stéttina um hálfan metra frá Bæjarins bestu, rétt áður en hann féll. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Þetta eru mjög traust og góð tæki, og það þarf eitthvað til að þetta hrynji,“ segir Sigurður Sigurðsson, svæðisstjóri fyrirtækjaeftirlits hjá Vinnueftirlitinu, í samtali við mbl.is um hrun kranans við Hafnarstræti skömmu fyrir hádegi í dag. Tveir menn á vegum Vinnueftirlitsins eru nú á vettvangi.

Bendir hann á að erfitt geti reynst að henda fljótt reiður á hvað hafi farið úrskeiðis.

Sjá frétt mbl.is: Krani féll á nýbyggingu

Kraninn liggur yfir Bæjarins bestu.
Kraninn liggur yfir Bæjarins bestu. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Mæla þarf þyngd hlassins

„Þessir kranar eru ekki að hrynja af ástæðulausu, það er alltaf einhver orsakaþáttur. Oft er það skortur á viðhaldi eða yfirálag, til dæmis. Í þessu tilfelli hef ég enga trú á að undirstöðurnar hafi gefið sig, en það er engin leið að segja neitt með vissu fyrr en að athugun lokinni.

Fyrst þarf að mæla hlassið sem féll til jarðar, allar fjarlægðir miðað við hvernig kraninn var þegar hann var heill, og í hvaða stöðu hann var þegar atburðarásin hófst.“

Loks segir Sigurður að þegar kranar séu framlengdir þá beri þeir ekki mikið á ystu stillingu.

„En það er ekki að sjá að þessi hafi verið það utarlega. Svo getur hann hafa færst utar eftir að hann gefur sig og fellur til jarðar ásamt hlassinu. Það er því ekki víst að um slíkt sé að ræða.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert