Engin merki um gosóróa

Mýrdalsjökull.
Mýrdalsjökull. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Rólegt hefur verið við Kötlu undanfarinn sólarhring. Nokkrir jarðskjálftar hafa mælst í öskjunni og var sá stærsti af stærð 2,6. Hann var kl. 17:01 í gær, 1. október. Enn eru engin merki um gosóróa. Þessi mikla virkni í gær virðist ekki hafa valdið auknu rennsli jarðhitavatns í ám í kringum Mýrdalsjökul. Litakóðinn fyrir Kötlu er enn gulur, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 

Ákveðið hefur verið að hafa áfram lokað fyrir umferð um veg 221 að Sólheimajökli fram til mánudagsins, auk þess sem óheimilt er að ganga á jökulinn. Metnar verða aðstæður á ný strax eftir helgi en staðan verður metin í fyrramálið. Mælst er til þess að ekki sé dvalið á víðavangi yfir nóttu allt frá Skógum að Dyrhólavegi og frá útjaðri Víkurþorps í austri að Kúðafljóti. Er þetta gert til að auðvelda viðbragðsaðilum ef til rýmingar kæmi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert