Snýst frekar um málefnin en einstaklinginn

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. KRISTINN INGVARSSON

Katrín Jakobsdóttir, þingmaður og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, óskar Sigurði Inga Jóhannssyni til hamingju með kosninguna sem nýr formaður Framsóknarflokksins. Katrín segist í samtali við mbl.is vænta þess að eiga við hann gott samstarf.

„Við náttúrlega horfum fyrst og fremst til málefnaáherslna flokkanna og hvaða málefni flokkarnir setja á oddinn í stjórnarmyndunarviðræðum,“ segir Katrín, spurð um hvort henni þyki skipta máli hver gegnir forystu í Framsóknarflokknum þegar kemur að mögulega erfiðum stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum í október.

„Þannig að við kannski erum ekki endilega að meta það út frá einstaklingunum heldur fyrst og fremst hvaða málefni flokkarnir setja á oddinn,“ segir Katrín. „Eins og ég segi þá bara væntum við góðs samstarfs við nýjan formann.“  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert