Opnað fyrir umferð að Sólheimajökli

Sólheimajökull, vegurinn upp að jöklinum hefur verið opnaður á ný.
Sólheimajökull, vegurinn upp að jöklinum hefur verið opnaður á ný.

Ákveðið hefur verið að opna á ný veginn upp að Sólheimajökli og opna um leið fyrir gönguferðir á jökulinn að því að greint er frá á Facebook síðu Lögreglunnar á Suðurlandi nú rétt fyrir hádegi, en veginum var lokað á föstudag í kjölfar aukinnar skjálftavirkni í Kötlu.

Segir í færslunni að  nánari tilkynning varðandi stöðu mála verði send út síðar í dag, en Vísindaráð Almannavarna hefur setið að fundi um málið nú í morgun. 

mbl.is