„Þetta skiptir okkur miklu máli“

Frá mótmælunum á Austurvelli í dag.
Frá mótmælunum á Austurvelli í dag. mbl.is/Golli

„Þetta skiptir okkur miklu máli og að sjá þennan stuðning hefur svo sannarlega sameinað okkur,“ segir Anna Wojtynska, einn skipuleggjenda mótmæla sem fram fóru á Austurvelli í dag vegna lagafrumvarps ríkisstjórnar Póllands um nánast algjört bann við fóstureyðingum. 

Frétt mbl.is: Alþingismenn skora á pólska þingmenn

Í frumvarpinu er kveðið er á um að kon­ur geti aðeins farið í fóst­ur­eyðingu ef líf móður er í húfi. Eins að þyngja eigi refs­ing­ar ef fóst­ur­eyðing­ar­lög­in eru brot­in. Þeir sem fram­kvæmi fóst­ur­eyðing­ar eiga sam­kvæmt frum­varp­inu yfir höfði sér allt að fimm ára fang­elsi. Konur í Póllandi lögðu niður störf í dag til að mót­mæla frum­varp­inu en kvenna­frí­dag­ur­inn á Íslandi árið 1975 var þeim hvatn­ing. Íslend­ing­ar sýndu Pól­verj­um sam­stöðu með mót­mæl­unum í dag.

Anna segir hundruð manns hafa komið saman á Austurvelli, og fjöldinn hafi verið meiri en hún hafi búist við. „Þarna voru bæði konur og karlar, Pólverjar og Íslendingar. Það var mjög gott að finna fyrir þessari samstöðu,“ segir hún. „Mörgum okkar líður eins og við séum ennþá hluti af pólsku samfélagi. Við verðum kannski ekki hér að eilífu svo þetta skiptir okkur miklu máli.“

Fluttar voru ræður við mótmælin þar sem lýst var yfir ...
Fluttar voru ræður við mótmælin þar sem lýst var yfir stuðningi við mótmælendur í Póllandi. mbl.is/Golli

Ásta Guðrún Helga­dótt­ir þingmaður Pírata skrifaði í dag opið bréf til þing­manna pólska þings­ins og hvatti þá til að draga til baka frumvarpið. Tug­ir alþing­is­manna hafa skrifað und­ir bréfið. Ásta segir í samtali við mbl.is að aðgengi að fóstureyðingum sé grundvallaratriði til að ná fram kvenréttindum í heiminum.

„Þegar fóstureyðingar eru bannaðar fara konur oft krókaleiðir sem geta leitt til dauða, frekar en að ganga með barnið. Þetta frumvarp er að ganga mjög langt og mun lengra en sambærileg bönn. Þetta er grundvallaratriði þegar kemur að kvenréttindum, að konur séu með sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama og ákveði hvort þær eignist börn eða ekki,“ segir Ásta.

Hún segir að þar sem mótmælin í Póllandi í dag séu innblásin af kvennafrídeginum 1975 hafi verið viðeigandi fyrir íslenska þingið að sýna stuðning með mótmælendum. „Við erum að sýna að við erum að fylgjast með og okkur finnst þetta ekki í lagi. Það er ekki í lagi að koma svona fram við sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama.“

Hundruð lögðu leið sína á Austurvöll í dag.
Hundruð lögðu leið sína á Austurvöll í dag. mbl.is/Golli

Fóst­ur­eyðing­ar eru nú þegar nán­ast bannaðar í Póllandi en und­an­tekn­ing­arn­ar eru fáar. Aðeins er heim­ilt að fram­kvæma fóst­ur­eyðingu ef kon­ur verða þungaðar eft­ir nauðgun eða sifja­spell, sem þarf að vera skjalfest hjá sak­sókn­ara. Eins ef heilsu móður er í hættu eða ef fóstrið er mjög af­myndað. „Með þessu lagafrumvarpi verða konur neyddar til að eiga, jafnvel þó þeim hafi verið nauðgað, þó lífi þeirra sé ógnað eða þó þær gangi með fóstur sem mun deyja strax eftir fæðingu,“ segir Ásta.

Í bréf­inu eru þing­menn í Póllandi hvatt­ir til þess að standa vörð um sjálfs­ákvörðun­ar­rétt kvenna, kven­rétt­indi og jafn­rétti til heil­brigðisþjón­ustu, þar með talið skipu­lags á fjöl­skyldu­hög­um. Íslensku þing­menn­irn­ir lýsa í bréf­inu þung­um áhyggj­um af laga­frum­varp­inu og skora á pólska þing­menn að aft­ur­kalla það. 

„Við vilj­um minna pólska þingið á hina sam­eig­in­legu alþjóðlegu ábyrgð og skyldu sem bæði Ísland og Pól­land bera til þess að út­rýma öllu mis­rétti gagn­vart kon­um,“ seg­ir meðal ann­ars í bréf­inu. Þá seg­ir þar jafn­framt að ör­ugg­ar fóst­ur­eyðing­ar séu nauðsyn­leg­ur þátt­ur í rétti kvenna til and­legs og lík­am­legs sjálf­stæðis.

Þrjá­tíu þing­menn hafa þegar skrifað und­ir bréfið og koma þeir úr öll­um flokk­um á Alþingi. Í til­kynn­ingu frá Pír­öt­um seg­ir að fleiri und­ir­skrift­ir eigi mögu­lega eft­ir að bæt­ast við.

Frétt mbl.is: Öryggið tekið frá kon­um

mbl.is

Innlent »

Arnar og Hólmfríður Íslandsmeistarar

12:25 Arnar Pétursson var fyrstur í mark í maraþoni Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, sem jafnframt er Íslandsmeistaramót í maraþoni og er Arnar því Íslandsmeistari fjórða árið í röð. Meira »

Hlekktist á við lendingu

12:02 Kennsluvél á vegum Keilis hlekktist á í lendingu á flugvellinum á Flúðum í morgun. Einn nemandi var um borð í vélinni en hann sakaði ekki. Meira »

Er ekki nóg að hafa hitt?

11:10 „Eins og flestum mun vera ljóst þá er það að missa barn eitthvað það þungbærasta sem hægt er að ímynda sér. Eitthvað sem enginn vill og enginn ætti að þurfa að lenda í. En lifi maður það af sjálfur verður það kannski til þess að maður kann betur að meta það sem vel hefur tekist til.“ Meira »

Átta nauðganir til rannsóknar

10:51 Lögreglan á Suðurnesjum rannsakaði 42 kynferðisbrot, þar af átta nauðganir, á síðasta ári. Slík brot „voru nokkuð mörg“ að því er fram kemur í ársskýrslu embættisins. Rannsókn kynferðisbrotamálanna er í forgangi hjá embættinu og stefnt er að því að ljúka henni á 60 dögum. Meira »

„Ég er ekki sú sama og ég var“

10:39 „Það er erfitt að setja stiku á breytingarnar sem orðið hafa hjá mér sl. tvö ár. Ég er ekki sú sama og ég var, en hluti af mér er enn til staðar. Eftir að ég stóð upp og sagði frá því að ég væri með Alzheimer upplifði ég frjálsræði og skömmin sem ég upplifði af því að vera með sjúkdóminn hvarf,“ segir Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sem greindist með Alzheimersjúkdóminn fyrir fjórum árum, þá 51 árs gömul. Meira »

Aldrei fleiri hlaupið 10 kílómetrana

10:23 Hátt í þrjúþúsund keppendur í 10 kílómetra hlaupi Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hlupu af stað frá Lækjargötu á tíunda tímanum í morgun. Meira »

Miðborgin ein allsherjargöngugata

10:03 Á Menningarnótt er miðborg Reykjavíkur breytt í eina allsherjargöngugötu og lokað fyrir almenna bílaumferð frá Snorrabraut að Ægisgötu klukkan sjö í morgun. Opnað verður aftur fyrir almenna umferð klukkan eitt í nótt. Meira »

Erill hjá lögreglu í nótt

09:14 Tilkynnt var um æstan einstakling í Hlíðahverfi í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöldi, en eftir viðræður við lögreglu hélt hann sína leið. Þá voru þrír handteknir í miðbænum rétt fyrir miðnætti, grunaðir um innbrot í bifreið. Þeir voru allir vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Meira »

36. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hafið

08:40 Ræst var út í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í 36. sinn í Lækjargötu nú klukkan 8:40. Keppendur í heil- og hálfmaraþoni eru því lagðir af stað í 21 og 42 kílómetra hlaup. Meira »

Ræddu um að loka Hvalfjarðargöngum

08:18 Spennuþrungið ástand var fram eftir sumri 2018 þegar reynt var að ná samkomulagi við ríkið um hvernig staðið yrði að afhendingu ganganna í lok september, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Bankastjóri gekk í hús

08:10 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, gekk í hús í nokkrum af þeim götum sem farið verður um í Reykjavíkurmaraþoninu ásamt samstarfsfólki sínu á fimmtudag og þakkaði fólki fyrir stuðninginn undanfarin ár. Meira »

Hagnaður tryggingafélaga áttfaldast milli ára

07:37 Samanlagður hagnaður stóru tryggingafélaganna þriggja fyrir skatta, TM, Sjóvá og VÍS, nær áttfaldast á milli ára, sé horft til fyrstu sex mánaða þessa árs í samanburði við fyrstu sex mánuði síðasta árs. Meira »

Viðrar ágætlega til Menningarnætur

07:35 Útlit er fyrir hæga breytilega átt á mestöllu landinu í dag, laugardag, og væntanlega verður skýjað að mestu og dálitlir skúrir á víð og dreif. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Á rúmlega tvöföldum hámarkshraða

07:19 Ökumaður var stöðvaður á Reykjanesbraut á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að bifreið hans mældist á 185 km/klst, en þar er hámarkshraði 90 km/klst. Meira »

Jarðskjálfti í Krýsuvík í nótt

07:14 Jarðskjálfti af stærð 3,4 varð í Krýsuvík kl. 01:34 í nótt. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið ern voru þeir allir undir 1 að stærð. Meira »

Fyrsta barn ársins fætt í Eyjum

05:30 Fyrsta barn ársins í Vestmannaeyjum fæddist þriðjudaginn 20. ágúst. Það var stúlka, 16 merkur og 53 cm. Að sögn móður stúlkunnar gekk fæðingin vel og heilsast þeim mæðgum vel. Meira »

Hefur áhyggjur af íslenskunni

05:30 „Ég hef fyrst og fremst áhyggjur af því hvernig enskuáhrifin eru yfirgnæfandi. Maður sér þess víða merki, til dæmis í töluðu máli og í skrifum fólks á netinu. Heilu setningarnar og frasarnir hafa ruðst inn í málið; má þar nefna orð sem notuð eru í daglegu tali, svo sem „actually“ og „basically“, án þess að nokkur þörf sé á því.“ Meira »

Geta valið bestu markaði fyrir kjötið

05:30 Mikil og vaxandi eftirspurn er eftir lambakjöti í Evrópu, að sögn Ágústs Andréssonar, forstöðumanns kjötafurðastöðvar KS. Skapar það tækifæri fyrir kjötútflytjendur að velja sér betri markaði en áður. Meira »

Sérsveitin brást við 200 vopnaútköllum

05:30 Sérsveit Ríkislögreglustjóra sinnti 416 sérsveitarverkefnum í fyrra og báru sérsveitarmenn skotvopn í 230 tilfellum.  Meira »