Þetta er grafalvarlegt

Brynhildur Pétursdóttir.
Brynhildur Pétursdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég hef áhyggjur af því að dýraníð viðgangist og að við séum ekki að ná utan um þetta vandamál,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag.

Ástæður orða Brynhildur eru fréttir frá því í gær um dýr­aníð í Hörgár­dal í síðasta mánuði er lambi var misþyrmt hrotta­lega við smala­mennsku aðra helg­ina í sept­em­ber. 

„Í þetta skiptið þarf vitni að gefa sig fram og lögregla að rannsaka málið,“ sagði Brynhildur og velti því fyrir sér hverju það skilaði að úthúða gerandanum á samfélagsmiðlum. „Það þarf að ná í viðkomandi og bjóða honum aðstoð.“

Sjónarvottar sögðu að lambið hefði of örmagna til að kom­ast yfir hring­veg­inn skammt frá Þela­mörk. Þar tók einn smalinn lambið upp, kastaði því frá sér og gekk síðan í skrokk á því; sparkaði í það og stappaði á hálsi þess.

„Ég fæ sting í magann þegar ég les svona fréttir en því miður eru þær of algengar og þetta er mjög alvarlegt vandamál. Ég ætla rétt að vona að lögregla og héraðsdýralæknir séu að rannsaka málið. Þetta er grafalvarlegt.“

Fréttir mbl.is:

Engin vitni gefið sig fram

Leita vitna að dýraníð

Fordæma allt dýraníð

Grunur um dýraníð í Hörgársveit

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert