Segir úrskurðinn koma á óvart

Oddviti Skútustaðahrepps segir úrskurðinn koma nokkuð á óvart.
Oddviti Skútustaðahrepps segir úrskurðinn koma nokkuð á óvart. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti hreppsnefndar Skútustaðahrepps, segir að úrskurður úrsk­urðar­nefndar um­hverf­is- og auðlinda­mála komi nokkuð á óvart. Í dag felldi úrskurðarnefndin úr gildi ákvörðun Skútustaðahrepps um veit­ingu fram­kvæmda­leyf­is til Landsnets vegna Kröflu­línu 4.

Frétt mbl.is: Stjórnvöld ætlað að láta teyma sig

„Já, þetta kemur á óvart. Við náttúrulega veittum framkvæmdaleyfið í þeirri trú að við værum að gera réttan hlut,“ segir Yngvi í samtali við mbl.is en honum hafði ekki gefist tími til að kynna sér úrskurðinn enn þá. 

„Við þurfum náttúrlega bara að fara yfir úrskurðinn með okkar fólki og lögfræðingum og greina það, hvað er þarna verið að segja okkur að við þurfum að gera betur,“ útskýrir Yngvi, „það er í raun og veru staðan sem við erum í núna.“

Landsnet hefur ekki tjáð sig um úrskurðinn enn sem komið er. Í samtali við mbl.is fyrr í kvöld sagði upplýsingafulltrúi Landsnets að fyrirtækið væri nú að kynna sér úrskurðinn og meta stöðuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert