Sátt um lagabreytingu

Bjarni Benediktsson segir nokkur stór mál til meðferðar í þinginu …
Bjarni Benediktsson segir nokkur stór mál til meðferðar í þinginu sem verði að öllum líkindum að lögum á allra næstu dögum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, segir að breytingar á lögum um almannatryggingar hafi verið gerðar í mjög víðtækri sátt, og meðal þess sem ákveðið hafi verið, hafi verið að hækka lífeyristökualdurinn upp í 70 ár.

Þetta sagði ráðherra í tilefni af gagnrýni Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, sem sakaði ríkisstjórnina um „fullkomin svik“ á Facebook-síðu sinni fyrir helgi varðandi hækkun lífeyrisaldurs úr 67 árum í 70 ár eins og gert hafi verið ráð fyrir í breytingum ríkisstjórnarinnar á frumvarpi um almannatryggingar sem tilkynnt var um sl. föstudag.

„Í nefndarstarfinu lögðum við áherslu á að þessi breyting myndi gerast á 12 árum, en Alþýðusambandið og fleiri vildu að breytingin gerðist á 24 árum,“ sagði fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Bjarni segir að í gagnrýni sinni hafi forseti ASÍ í raun verið að tala um tvö ólík mál, annars vegar lífeyrissjóðakerfið eins og það er á almenna markaðnum og opinbera markaðnum og hins vegar almannatryggingar, sem væru öryggisnet á bak við lífeyrissjóðakerfið, ef það dygði ekki til.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert