Ólafur stefnir íslenska ríkinu

Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur stefnt embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur en hann krefst þess að úrskurður endurupptökunefndar frá því í janúar verði felldur úr gildi en þar var endurupptöku á þætti hans í Al-Thani málinu svonefndu hafnað. Ólafur vill að viðurkennt verði að skilyrði fyrir endurupptöku séu uppfyllt.

Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en Ólafur var sakfelldur í febrúar á síðasta ári fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun. Hann fór fram á það við endurupptökunefnd í maí 2015 að mál hans yrði tekið upp að nýju á þeim forsendum að Hæstiréttur hefði lagt rangt mat á sönnunargögn og að dómarar í því hefðu verið vanhæfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert