Sálfræðiþjónusta í heilbrigðiskerfið?

Flestir flokkar eru sammála um að aðgengi að sálfræðiþjónustu eigi að batna og slík þjónusta eigi heima í heilbrigðiskerfinu. Misjafnt er þó hvernig áherslurnar liggja þegar kemur að auknum einkarekstri á sviðinu t.a.m. eru Vinstri græn mjög andvíg því.

mbl.is skoðaði áherslur 7 stærstu flokkanna í málaflokknum en að undanförnu hafa verið birt myndskeið þar sem áhugaverðar áherslur í efnahagsmálum og utanríkismálum hafa verið skoðaðar.

Í mynd­skeiðinu sem fylg­ir frétt­inni eru tínd til þrjú atriði hjá hverj­um stjórn­mála­flokki í mála­flokkn­um. Reynt var að halda tryggð við orðalagið sem var á heimasíðum flokk­anna. Við miðuðum við að skoða flokk­ana sem hafa mælst með meira en 5% fylgi í könn­un­um og telj­ast lík­leg­ir til að ná fólki inn á þing í kosn­ing­un­um sem fram fara 29. októ­ber.

Fram að kosn­ing­um verða svo birt fleiri mynd­skeið þar sem farið verður yfir önn­ur mál­efni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert