Ímynd Íslands samofin hreinleika

Ferðamenn eru jákvæðir gagnvart íslenskri orkuvinnslu.
Ferðamenn eru jákvæðir gagnvart íslenskri orkuvinnslu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Auðvitað erum við hjá Landsvirkjun ánægð með þessa könnun. Ímynd hinnar hreinu og endurnýjanlegu orku er samofin ímynd Íslands. Gögnin úr könnuninni sýna almennt jákvætt viðhorf erlendra ferðamanna til þeirrar orkuvinnslu sem stunduð er á Íslandi.“

Þetta segir Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, í umfjöllun um könnunina í Morgunblaðinu í dag. Gallup gerði nýlega könnun fyrir Landsvirkjun um viðhorf erlendra ferðamanna til orkuvinnslu.

Í könnuninni var safnaði saman netföngum erlendra ferðamanna sem fóru í gegnum Leifsstöð. Þeim var sendur spurningalisti og gátu þeir síðan svarað honum í rólegheitum heima hjá sér. Tæplega 1.400 svör bárust. Landsvirkjun hefur aldrei tekið á móti jafn mörgum ferðamönnum og í ár. Gestir í gestastofum fyrirtækisins voru tæplega 28.000 talsins í sumar. Annar hver ferðamaður segist hafa áhuga á að heimsækja gestastofu í virkjun ef hann kemur aftur til landsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert