Vísa meintu dýraníði til lögreglu

Matvælastofnun hefur vísað til lögreglu máli þar sem grunur leikur á um illa meðferð á lambi við smölun í Hörgársveit í september síðastliðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST.

mbl.is sagði frá málinu 4. október og hafði eftir heimildarmönnum að þegar lamb hefði reynst of örmagna til að komast yfir hringveginn skammt frá Þelamörk hefði einn þeirra sem önnuðust smölunina tekið lambið upp, kastað því frá sér og gengið síðan í skrokk á því; sparkað í það og stappað á hálsi þess.

Sama dag óskaði Matvælastofnun eftir vitnum að atvikinu.

Frétt mbl.is: Engin vitni gefið sig fram

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert