„Ekki hægt annað en að velta“

Engu mátti muna að Eiríkur fengi framrúðuna í andlitið þegar ...
Engu mátti muna að Eiríkur fengi framrúðuna í andlitið þegar bifreiðin valt.

Mikil mildi er að ekki fór verr þegar jeppabifreið valt við Fremstaver á Kjalvegi í gærkvöldi. Mjög slæmt veður var á þessum slóðum og skyggni lítið sem ekkert. Ökumaðurinn missti jeppann útaf í krappri beygju á veginum en engar merkingar eru um beygjuna. „Það var ekki annað hægt en að velta,“ segir farþegi í bílnum.

Frétt mbl.is: Bílvelta við Fremstaver

Bræðurnir Eiríkur og Axel Eiríkssynir sluppu naumlega í gærkvöldi þegar þeir voru á leið til rjúpna á Kili. Eiríkur ók jeppanum en þeir hafa farið þessa leið á hverju ári í tuttugu ár áfallalaust.

Bílbeltin bjarga það sannaðist svo sannarlega og að sögn Axels ...
Bílbeltin bjarga það sannaðist svo sannarlega og að sögn Axels bjargaði hundabúrið hundinum sem var með í för.

„Þetta er stórhættulegur staður og illa merkt,“ segir Eiríkur. „Ég átti aldrei neinn möguleika. Ég hef keyrt þetta í 20 ár og við verri aðstæður en þarna voru. Það var hins vegar mikill bylur þannig að ef ég var með háu ljósin á þá sást ekkert nema hvítur veggur. Með lágu ljósin á sá maður nokkra metra fram fyrir sig og næstu stikur,“ segir Eiríkur.

Svona lítur beygjan út í akstursstefnu.
Svona lítur beygjan út í akstursstefnu.

Að hans sögn hafði skafið á stikurnar sem bættu ekki aðstæðurnar. Það hafi hins vegar skipt miklu að þeir fóru mjög hægt en jeppinn valt þrjá fjórðu úr hring og endaði á hliðinni farþegamegin.

 „Ég reyndi að bremsa og er á mjög góðum grófmynstruðum vetrardekkjum en ekki á nagladekkjum,“ segir Eiríkur en jeppinn var í fjórhjóladrifinu. Annar jeppi sem var einnig á ferðinni á þessari leið hafði ekið á undan þeim en að sögn Eiríks gaf bílstjóri þeirra bifreiðar honum merki um að fara framúr. 

Eins og sést á þessari mynd þá er beygjan við ...
Eins og sést á þessari mynd þá er beygjan við Fremstaver á Kili mjög kröpp. Af Google

Bílstjóri þess jeppa er þrautþjálfaður ökumaður sem er leiðsögumaður með ferðamenn á hálendinu. Eiríkur segir að sá hafi sagt sér að ef hann hefði verið á undan þá væri það hans jeppi sem hefði oltið. 

Eiríkur segir að honum hafi með naumindum tekist að beygja en ef hann hefði haldið beint áfram þá hefði jeppinn hafnað á kletti þannig að hann þakkar fyrir að hafa sloppið ómeiddur. Engin merking er um þessa kröppu beygju sem er slysagildra að sögn þeirra bræðra.

Jeppinn er mjög mikið skemmdur ef ekki ónýtur eftir veltuna.
Jeppinn er mjög mikið skemmdur ef ekki ónýtur eftir veltuna.

Telja þeir að beygjan sé um 110 gráður og í jafn slæmu skyggni og var í gærkvöldi þá hafi ekki verið annað hægt en að velta, eins og Axel orðar það. Þeir bræður segja að það sé óskiljanlegt að Vegagerðin hafi ekki sett upp skilti þarna þar sem varað er við beygjunni. 

Kjölur
Kjölur mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Mikið hefur verið talað um lélegt ástand Kjalvegar og talað um að breikka hann og hækka. En að svona krappar beygjur séu ómerktar og algjörlega óásættanlegt að Vegagerðin sjái ekki sóma sinn í að koma merkingum á leiðinni í lag, segir Eiríkur sem þakkar fyrir að hafa sloppið ómeiddur. 

Kjalvegur.
Kjalvegur. mbl.is/loftmyndir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

Í gær, 22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Ásgerður skipar fyrsta sætið

Í gær, 21:38 Alls greiddu 711 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri fékk flest atkvæði eða 534 atkvæði alls, en 463 í fyrsta sætið. Meira »

Fjórir létust úr listeríusýkingu

Í gær, 21:13 Óvenjumargir eða sjö einstaklingar greindust með listeríusýkingu á síðasta ári. Fjórir af þessum sjúklingum létust, þrír af þeim voru eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma en einn var nýfætt barn. Sýkingarnar voru taldar innlendar í sex af þessum tilfellum. Meira »

Blær les Ísfólkið sem verða nú hljóðbækur

Í gær, 19:46 Leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir byrjaði í vikunni að lesa upp bækurnar um Ísfólkið en þær verða nú að hljóðbókum. „Ég er svo spennt. Þetta eru 47 bækur, þetta er rosa mikið og mikilvægt hlutverk." Meira »

Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

Í gær, 19:45 „Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­míni, kókaíni og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,“ seg­ir Inga Rut Helgadóttir sem skoðaði sölu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum. Meira »

Tvöfaldur pottur næst

Í gær, 19:27 Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni og verður lottópotturinn tvöfaldur í næstu viku. Einn miðaeigandi var með bónusvinninginn og hlýtur hann 656.100 kr., en miðinn var keyptur í N1, Hafnargötu 86 í Reykjanesbæ. Meira »

Landspítalann aldrei jafnöflugur og nú

Í gær, 19:38 Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, segir að spítalinn hafi aldrei verið öflugri en nú og rangt sé að hann ætli að draga úr starfsemi líkt og fram hafi komið í fréttum. Meira »

Beinbrunasótt greind á Íslandi

Í gær, 18:54 Ungur maður kom í nóvember heim til Íslands eftir að hafa dvalist á Filippseyjum. Hann veiktist á heimleiðinni með hita, skjálfta, niðurgangi og almennum slappleika. Staðfest var með blóðprófi að um beinbrunasótt (Dengue) var að ræða en aðeins einu sinni áður hefur hún greinst hér á landi. Meira »

27 greindust með HIV í fyrra

Í gær, 18:44 Samtals greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017. Meðalaldur hinna sýktu er 35 ár (aldursbil 16‒59 ára). Af þeim sem greindust á árinu voru þrjár konur og 18 voru af erlendu bergi brotnir (67%). Meira »

Konu bjargað upp úr gjá

Í gær, 18:06 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og björgunarsveitarfólk komu göngukonu til bjargar í Heiðmörk á sjötta tímanum en konan hafði fallið niður í gjá á gönguleið. Meira »

Peningar eru ekki vandamálið

Í gær, 17:44 „Það er mjög óheppilegt að þetta skuli koma upp og hefði verið gott ef menn hefðu hugsað þetta áður en lagt var af stað,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra um stöðuna í millilandaflugi á Akureyri. Meira »

Ábyrgð samfélagsmiðla nú til umræðu

Í gær, 17:39 Lærdómurinn fyrir íslenska unglinga, sem eru endalaust að senda nektarmyndir af sér í gegnum Snapchat, er sá að þegar fólk áframsendir nektarmyndir af fólki sem er börn í lagalegum skilningi, þá er það að deila barnaklámi,“ segir María Rún Bjarnadóttir, doktorsnemi í lögfræði. Meira »

Óvissustig í Ólafsfjarðarmúla

Í gær, 16:20 Siglufjarðarvegur er enn lokaður vegna snjóflóðahættu og óvissustig gildir í Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Veðurspáin hefur hins vegar skánað fyrir morgundaginn. Meira »

Látinn laus í Malaga

Í gær, 14:50 Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni, grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Meira »

Sýning fellur niður

Í gær, 17:33 Leiksýningin Himnaríki og helvíti fellur niður á morgun, sunnudaginn 21. janúar, vegna veikinda.  Meira »

Gera kröfu í dánarbú meints geranda

Í gær, 15:32 Óskað verður eftir opinberri rannsókn á meintum fjárdrætti fyrrverandi starfsmanns Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. á árunum 2010-2015. Lögmanni Höfða hefur verið falið að gera kröfu í dánarbú meints geranda. Meira »

Allt uppselt á innan við klukkustund

Í gær, 14:26 Bræðurnir Daníel Ólafur og Róbert Frímann voru fyrir jól í gönguferð um Gróttu ásamt föður sínum þegar Róbert stakk upp á því að hefja sölu á kakói í Gróttu. Svo bættust kleinur við og í dag mættu þeir í annað skiptið að selja til gesta og gangandi. Þeir hafa vart undan og uppselt var strax. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
Skápur og skúffueining lituð eik
Til sölu: Skápur 105x80x37cm kr 12.000 Skúffueining 72x46x43 kr 12.000 Uppl....
Rafhitari fyrir gólfhitakerfi
Til sölu Rafhitari fyrir gólfhitakerfi, 12kw 5ltr rafhitari. Til upphitunar íbúð...
 
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...