Samningslausir í nær eitt ár

mbl.is/Sigurður Jökull

Stjórn Kennarasambands Íslands hefur lýst þungum áhyggjum af kjaradeilu Félags kennara og stjórnenda tónlistarskóla og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fram kemur í ályktun stjórnar KÍ að kjarasamningar tónlistarskólakennara hafa verið lausir í nær eitt ár.

„Staða tónlistarskólakennara er með þeim hætti að nýliðun er lítil sem engin innan stéttarinnar og afstaða sveitarfélaganna er farin að hafa áhrif á starfsánægju tónlistarskólakennara í starfi.

Sú hugmynd að allar skólagerðir vinni saman gengur ekki upp ef mismunun í kjörum kennarahópanna heldur áfram.

Stjórn KÍ krefst þess að gengið verði strax til samninga við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og laun þeirra leiðrétt í samræmi við laun annarra kennara í landinu,“ segir í ályktun stjórnar.

mbl.is