Ákvörðunar að vænta á næstu dögum

Framkvæmdir á Bakka.
Framkvæmdir á Bakka. mbl.is/Helgi Bjarnason

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu Landverndar um að framkvæmdaleyfi Þingeyjarsveitar fyrir Kröfulínu 4 yrði fellt úr gildi. Snorri Baldursson, formaður Landverndar, segir að enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um hvort Landvernd muni kæra ákvörðun nefndarinnar eða ekki.

Frétt mbl.is - Samþykkja Kröflulínu en fella Þeistareykjalínu

„Við erum enn að skoða málin. En þetta kemur allt í ljós núna á næstu dögum. Við erum að átta okkur á því hvað felst í þessu nýja framkvæmdaleyfi og hvort það uppfylli þau skilyrði sem úrskurðarnefndin setti, í rauninni hvort búið sé að lagfæra þau atriði sem úrskurðarnefndin setti út á varðandi upprunalegt framkvæmdaleyfi,“ segir Snorri.

Hann segir Landvernd þurfa að gefa sér tíma til að skoða niðurstöðuna betur en ákvörðunin ætti að verða ljós á næstu dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert