Leggja til áframhaldandi hámarksútsvar

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Borgarráð Reykjavíkur hefur lagt til að álagningarhlutfall útsvars fyrir tekjuárið 2017 verði áfram 14,52%, en það er hámarksútsvar sem sveitarfélög geta lagt á samkvæmt lögum. Í fundargerð borgarráðs frá því á föstudaginn kemur  fram að tillögunni hafi verið vísað til borgarstjórnar.

Samkvæmt tekjustofnalögum getur útsvarsprósentan hæst verið 14,52% en lægst 12,44%. Flest sveitarfélög á landinu eru með hámarksálagningarhlutfall, eða 57 af 74 sveitarfélögum á landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert