Tilboði Fögrusala ehf. í Fell tekið

Jökulsárlón er afar fjölsóttur viðkomustaður ferðafólks. Fell hefur líka verið …
Jökulsárlón er afar fjölsóttur viðkomustaður ferðafólks. Fell hefur líka verið eftirsótti. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sýslumaðurinn á Suðurlandi hefur tekið tilboði Fögrusala ehf., sem er dótturfélag Thule Investments, í jörðina Fell við Jökulsárlón. Félagið bauð hæst í jörðina, 1.520 milljónir króna.

Þetta kom fram á fundi sem lauk fyrir skömmu. 

Að sögn Ólafs Björnssonar lögmanns, sem aðstoðaði sýslumann við öflun tilboða, áskildi hluti landeigenda sér rétt á fundinum til að bera ákvörðun sýslumanns undir dómstóla.

Málinu var frestað til klukkan 12 á hádegi föstudaginn 11. nóvember. Fram að þeim tíma hefur íslenska ríkið forkaupsrétt á jörðinni.

Frétt mbl.is: Hærra tilboð þarf í Fell samdægurs

Fjár­fest­inga­fé­lag í eigu Skúla G. Sig­fús­son­ar, eig­anda Su­bway-veit­inga­húsa­keðjunn­ar, hafði áður boðið best í jörðina, eða 1.170 millj­ón­ir króna.

Frétt mbl.is: Skúli í Subway með hæsta tilboð í Fell 

Annað hæsta til­boðið á eftir því sem félagið í eigu Skúla bauð var end­ur­nýjað til­boð frá Gísla Hjálm­týs­syni hjá Thule In­vest­ments, upp á 1,1 millj­arð króna. 

Gísli hækkaði sig því um rúmar 400 milljónir króna með tilboðinu sem sýslumaður tók í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert