Þeir bestu á Íslandi etja kappi

„Þetta er maraþon, þetta reynir á úthald,“ segir Reynir Hjálmarsson, formaður Skraflfélags Íslands, í samtali við mbl.is. Um átján manns etja kappi á Íslandsmótinu í skrafli sem hófst í morgun en að sögn Reynis er fagmennskan í keppninni alltaf að færast í aukana.

Frétt mbl.is: Keppt í skrafli um helgina

Leiknar voru fimm umferðir í dag og aðrar fimm verða …
Leiknar voru fimm umferðir í dag og aðrar fimm verða leiknar á morgun. mbl.is/Golli

Leiknar voru fimm umferðir í dag og aðrar fimm verða leiknar á morgun en keppendur mætast í einvígi. „Fyrstu tvær umferðirnar eru þannig að það er bara valið af handahófi og svo erum við með tölvuforrit sem reiknar það út hverjir eru á svipuðum slóðum,“ segir Reynir, en þeir keppendur sem eru svipaðir að styrkleika eigast við að loknum fyrstu tveimur umferðunum.

Scrabble
Scrabble mbl.is/Golli

„Þetta verður alltaf meira og meira pró, þetta var svona frekar óformlegt fyrst,“ segir Reynir, en þetta er í fjórða sinn sem keppnin fer fram. „Þetta eru bara þeir sem eru bestir í skrafli á Íslandi.“

Nú er jafnframt í fyrsta sinn leikið samkvæmt nýjum stafgildum en gildi og fjöldi einstakra stafa í leiknum eiga nú að endurspegla tungumálið fullkomlega að sögn Reynis. „Þannig að núna snýst þetta minna um heppni og meira um hæfni heldur en áður.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert