Grunsemdir um mansal

Stóra systir berst gegn aðgerðarleysi gagnvart mansali og vændi á …
Stóra systir berst gegn aðgerðarleysi gagnvart mansali og vændi á Íslandi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lögregla hefur grunsemdir um að hingað komi menn til starfa, til dæmis í byggingariðnaði, sem séu gerðir út á vegum mansalshringja erlendis. Til stendur að kanna þessi mál frekar á næstunni.

Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður deildar skipulagðrar glæpastarfsemi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í Morgunblaðinu í dag.

Hjá deildinni, sem tók til starfa fyrir nokkrum misserum með breytingum og uppstokkun á starfsemi LRH, er sérstakur fulltrúi sem sinnir mansalsmálum, sem eru nokkuð stór málaflokkur. Fulltrúinn hefur kannað stöðu mála þar sem ýmsar stórframkvæmdir standa yfir, það er hvort byggingaverkamenn þar svo og fólk af erlendum uppruna sem starfar í ferðaþjónustunni hér á landi séu hugsanleg fórnarlömb mansals.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert