Logi ætlar að ræða við Katrínu

Logi á leið í Ráðherrabústaðinn í síðustu viku.
Logi á leið í Ráðherrabústaðinn í síðustu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, reiknar með því að heyra í Katrínu Jakobsdóttir, formanni Vinstri grænna, um helgina varðandi stöðu mála í stjórnarviðræðum.

Hann segist hafa talað við Katrínu rétt eins og flesta úr öðrum flokkum að undanförnu. „Við áttum okkur á því að staðan er snúin. Það getur vel verið að við skiptum meira máli heldur en einhverjir hafa haldið. Við munum auðvitað nálgast það af fullri ábyrgð,“ segir Logi Már. „Við höfum ekki útilokað neitt í því, ekki einu sinni þátttöku í stjórn.“

Frétt mbl.is: Ekkert formlegt hjá Samfylkingunni

Spurður hvort þátttaka í stjórn hafi nokkuð verið inni í myndinni eftir kosningarnar segir hann: „Eðlilega voru menn slegnir fyrstu klukkutímana eftir kosningarnar. Síðan er staðan auðvitað þannig að svona ábyrgt stjórnmálaafl verður að axla þá ábyrgð á stöðu sem kann að koma upp.“

Auk þess að heyra í Katrínu reiknar Logi með því að heyra í fleiri formönnum flokka á næstunni.

Frétt mbl.is: Reynt til þrautar í dag

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hverjar telurðu líkurnar á að Bjarni Benediktsson skili umboðinu til stjórnarmyndunar?

„Ef Björt framtíð og Viðreisn standa fast á sínum kröfum um umbætur þá held ég að það séu nokkuð miklar líkur.“

Logi Már sagði á Face­book-síðu sinn í gær­kvöldi að Sam­fylk­ing­in gæti auðveld­lega orðið sá bút­ur sem þyrfti til að mynda nýja rík­is­stjórn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert