Munaði 100 þúsundum að kaupa á netinu

Dekkin sem um ræðir. Ólafur sparaði sér 100 þúsund krónur ...
Dekkin sem um ræðir. Ólafur sparaði sér 100 þúsund krónur á að panta dekkin erlendis frá. Mynd/Ólafur Nielsen

Stór útgjaldaliður hjá mörgum fjölskyldum kemur á haustin eða í byrjun vetrar þegar skipt er um dekk og vetrardekk sett undir bílinn. Einn þeirra sem sá fyrir talsverð útgjöld vegna þessa er Ólafur Nielsen, framkvæmdastjóri Kolibri. Þegar hann sóttist eftir tilboðum í dekkjaumgang á 19“ borgarjeppa sem hann á kom upp úr krafsinu að uppsett verð hér á landi var 240 þúsund fyrir umganginn. Með því að panta þau á netinu sparaði hann sér aftur á móti 100 þúsund krónur.

Í samtali við mbl.is segir Ólafur að hann hafi alltaf verið duglegur að gera verðsamanburð á vörum hér á landi og þeim sem fást á netinu. Þannig hafi hann keypt hjól erlendis fyrr á árinu og áður skíði sem hann hafi sparað talsvert á. Segir Ólafur að honum hafi blöskrað verðmunurinn og því ákveðið að skoða þetta þegar kom að dekkjaskiptum.

Bættu Íslandi við listann strax

Eftir stutta leit fann hann vefverslun  í Bretlandi. Eins og oft er staðan sendi verslunin þó ekki til Íslands. Ólafur sendi þeim því bréf hvort hægt væri að senda til Íslands og var Íslandi mjög fljótt bætt í lista yfir viðskiptalönd. Með því tekur verslunin virðisaukaskatt í Bretlandi af dekkjunum við söluna úr landi og við það fæst hagstæðara verð.

Nákvæmlega sömu dekk og Ólafur hafði fundið hér á landi fengust fyrir tæplega 690 pund með sendingakostnaði sem var 150 pund. Dekkin kostuðu því samtals um 98 þúsund krónur, auk þess sem virðisaukaskattur og vörugjöld bættust við hér á landi. Skatturinn og gjöldin námu 42 þúsund krónum og samtals voru dekkin því á 140 þúsund krónur komin hingað til lands og tollafgreidd.

Ólafur Örn Nielsen
Ólafur Örn Nielsen

Ólafur segir að allt ferlið hafi tekið um vikutíma, en þar af var sendingartíminn þrír dagar. Um er að ræða Continental-vetrardekk undir 19“ borgarjeppa.

Venjan er hátt verð en svo afsláttur

Tekur Ólafur fram að vitanlega sé hægt að óska eftir afslætti hér á landi og venjulega fæst einhver slíkur. Honum finnist aftur á móti skrítið að íslensk verslun birti ekki það verð sem vörur séu í raun seldar á. „Normið er að birta hátt verð en svo er alltaf einhver afsláttur,“ segir Ólafur. Hann tekur þó fram að þrátt fyrir nokkur tilboð sem hann hafi fengið hafi verðið í vefversluninni alltaf verið mun lægra.

Þá skal það einnig tekið fram að hægt er að fá mörg mismunandi dekk, undir mismunandi stærðir bíla og getur verið talsverður munur þar á. Dekkjaumgangur undir lítinn fólksbíl er þannig mun ódýrari og líklegt að sparnaðurinn við að kaupa erlendis frá verði þar með minni eða enginn vegna flutningskostnaðar og tollafgreiðslugjalda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lokað vegna veðurs

06:47 Vegirnir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns - og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir vegna veðurs.  Meira »

Hvassviðri og snjóflóðahætta

05:42 Spáð er norðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu, hvassast norðan- og vestan til, en úrkomumest norðan- og austanlands. Mikil hætta er á snjóflóðum á Austfjörðum. Meira »

Landið keypt á 120 milljónir króna

05:30 Rangárþing eystra er að kaupa jörðina Stórólfshvol af Héraðsnefnd Rangæinga. Kaupverðið er samkvæmt kauptilboði sveitarfélagsins liðlega 121 milljón kr. Meira »

Almennt ánægðir með íslenska lambakjötið

05:30 Nærri helmingur landsmanna, eða 46%, borðar lambakjöt að jafnaði einu sinni í viku eða oftar. Tæp 26% til viðbótar borða lambakjöt 2-3 sinnum í mánuði. Aðeins 4% segjast aldrei borða lambakjöt. Meira »

Tólf flokkar hyggja á framboð

05:30 Allir átta flokkarnir sem buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík fyrir fjórum árum stefna á framboð í vor. Útlit er fyrir að fjórir flokkar geti bæst í hópinn; Miðflokkurinn, Viðreisn, Sósíalistaflokkur Íslands og Flokkur fólksins. Meira »

Skattarnir aldrei meiri

05:30 Útreikningar Samtaka iðnaðarins (SI) benda til að skatttekjur af íbúa í Reykjavík hafi verið um 700 þúsund krónur árið 2016. Það er um 50 þúsund krónum meira en 2007 sem lengi var metárið. Meira »

Brotist inn á tveimur stöðum

05:10 Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Annað að Bíldshöfða og hitt í Logafold. Bæði málin eru í rannsókn lögreglu. Jafnframt var tilkynnt um manneskju sem var kíkja inn um glugga í Melbæ um miðnætti. Meira »

Gjöldin 3,65 milljónir á einbýlishús

05:30 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir innviðagjöld vegna borgarlínu ekki hafa komið til umræðu hjá sveitarfélaginu. Slík gjaldtaka sé samningsatriði við þá sem byggja upp viðkomandi svæði. Meira »

Allir farþegar á leið til byggða

Í gær, 23:40 Allir farþegar í tæplega 10 bílum sem voru fastir í Möðrudalsöræfum í kvöld eru á leið til byggða. Björgunarsveitir ferja fólkið til byggða en nokkrir bílar voru skildir eftir á heiðinni. Meira »

Tómas Tómasson er látinn

Í gær, 23:36 Tónlistarmaðurinn Tómas Magnús Tómasson er látinn, 63 ára að aldri. Hann var bassaleikari Stuðmanna, Þursaflokksins og fleiri hljómsveita. Hann fæddist 23. maí 1954. Meira »

Gæti aukið hörku á svörtum markaði

Í gær, 21:45 Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, lagði fram fyrirspurn til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag um ráðstafanir vegna fyrirhugaðrar herðingar á eftirliti með ávanabindandi lyfjum. Meira »

Þrjár björgunarsveitir kallaðar út

Í gær, 21:26 Þrjár björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í kvöld til að sinna vegfarendum á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Meira »

Lömuð eftir fall í Malaga

Í gær, 21:01 Söfnun er hafin fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni eftir að hafa fallið á milli hæða innanhúss. Meira »

Óskaði eftir upplýsingum

Í gær, 20:12 Umboðsmaður Alþingis ritaði bréf til dómsmálaráðherra 8. janúar þar sem hann óskaði eftir upplýsingum vegna skipunar hennar á dómurum í Landsrétti. Þetta gerði hann til að undirbúa sig fyrir fund sem hann var boðaður á hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis 18. janúar. Meira »

Tryggði réttinn á Ísafirði

Í gær, 19:30 Skíðasvæðið á Ísafirði komst óvænt í heimsfréttirnar um helgina þegar Pita Taufatofua, sem var fánaberi Tonga og keppandi í taekwondo á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro í Brasilíu 2016, keppti þar í 10 km göngu á fismóti á Ísafirði og tryggði sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum. Meira »

Skapa hættu og hafa lítinn tilgang

Í gær, 20:40 „Hraðahindranir sem settar eru þannig niður að unnt sé að sneiða hjá þeim hafa lítinn tilgang og skapa jafnvel hættu.“ Svo segir í svari Samgöngustofu við fyrirspurn mbl.is um hraðahindranapúða sem er að finna víða. Þá eru vísbendingar um að þeir valdi skemmdum á fjöðrunarbúnaði bíla. Meira »

Ekki í leikfimi af ótta við myndatökur

Í gær, 20:03 Brynhildur Björnsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skoða flókinn veruleika ungs fólks í nýrri mynd.  Meira »

Nýir möguleikar að prenta líffæri

Í gær, 18:39 Nýir möguleikar opnast á notkun þrívíddarprentaðra líffæra við undirbúning skurðaðgerða og við fjölbreyttar rannsóknir og prófanir, með tilkomu nýs og fullkomins þrívíddarprentara sem tekinn var í notkun á heilbrigðistæknisetri Háskólans í Reykjavík og Landspítala – háskólasjúkrahúss í dag. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Flutnings, heimilis og Airbnb þrif
Vantar þig þrif ? Sendu okkur skilaboð og fáðu tilboð strax í dag! Systur ehf ...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Egat Diva Snyrti-/nuddbekkur rafmagns fyrir Snyrti,Fótaðgerða,Nuddara
Egat Diva Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, svartir og beige á litinn.100% visa raðgr...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
 
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ?????...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...