Oslóartréð fellt í Heiðmörk

Frá vinstri eru Helgi Gíslason framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, Inga Dóra …
Frá vinstri eru Helgi Gíslason framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, Inga Dóra Markussen, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins og fulltrúi Grænlands, Þröstur Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Petur Petersen, sendiherra Færeyja á Íslandi og Cecilie Landsverk, sendiherra Noregs á Íslandi ásamt börnum sem komu til að fylgjast með trjáfellingunni. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri felldi Oslóartréð á skógræktarsvæði Skógræktarfélags Reykjavíkur í Heiðmörk í morgun. Auk Oslóartrésins var fellt tré sem Reykjavíkurborg gefur Þórshöfn í Færeyjum en einnig er búið að fella annað tré og senda að gjöf til Nuuk í Grænlandi.

Trén eru um 10-12 metra há sitkagrenitré og eru um 60 ára gömul og því gróðursett fljótlega eftir stofnun Heiðmerkur sem útivistarsvæðis. Búið var að velja tré sérstaklega og því gekk verkið vel. Oslóartréð er 12 metrar og 12 sentímetrar að lengd og 57 ára gamalt.

Borgarstjóri kom fyrst við í skemmu Skógræktarfélagsins í Heiðmörk þar sem hann fékk viðeigandi öryggisbúnað og vélar til verksins hjá starfsmönnum skógræktarfélagsins. Því næst var ekið að Þorgeirsstöðum í Heiðmörk þar sem trén voru felld.

Oslóartréð verður sett upp á Austurvelli og jólaljósin tendruð hinn 27. nóvember. Framvegis verður íslenskt grenitré notað til að prýða Austurvöll en Oslóarborg hefur aðkomu að viðburðinum.

Tréð sem sent verður til Þórshafnar verður tendrað af borgarstjóra laugardaginn 26. nóvember. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, muna síðan afhenda tréð í Nuuk við hátíðlega athöfn hinn 25. nóvember. Fulltrúar allra borganna voru viðstaddir fellinguna í Heiðmörk í morgun.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að undirbúa fellingu Oslóartrésins ásamt starfsmanni …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að undirbúa fellingu Oslóartrésins ásamt starfsmanni Skógræktarfélags Reykjavíkur Ljósmynd/Reykjavíkurborg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert