Kona og karl í haldi vegna íkveikju

Jólageitin áður en hún brann til kaldra kola.
Jólageitin áður en hún brann til kaldra kola. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kona og karl eru í haldi lögreglu sökuð um að hafa kveikt í jólageitinni við IKEA við Kauptún í nótt. Þriðja einstaklingnum, sem er kona, var sleppt fljótlega eftir handtöku.

Þremenningarnir voru allir handteknir við Grímsbæ á Bústaðaveginum í Reykjavík í nótt.

Tilkynning um íkveikjuna barst slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins um fjög­ur­leytið og brann geit­in nán­ast til kaldra kola. Starfsmaður öryggisgæslu á svæðinu brást fljótt og vel við. Fyrst reyndi hann að hindra för þeirra á svæðinu og þegar það gekk ekki veitti hann þeim eftirför frá IKEA og alla leið á Bústaðaveginn þar sem lögreglan sat fyrir þeim. Á meðan á þessu stóð var hann í sambandi við lögreglu símleiðis. 

Þremenningarnir eru allir fullorðnir. 

Ekki liggur fyrir hvort um sömu einstaklinga sé að ræða og þá sem reyndu að kveikja í geitinni fyrir helgina. Unnið er að því að taka skýrslu af parinu, en ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort því verði sleppt eða farið fram á gæsluvarðhald. 

Frétt mbl.is: Örygg­is­vörður elti brennu­varg­ana

  

mbl.is