Dæmdur í 9 ára fangelsi

Amfetamín
Amfetamín AFP

Norðmaður var í gær dæmdur í níu ára fangelsi fyrir aðild að smygli á miklu magni af amfetamíni. Málið er angi af stórfelldu fíkniefnasmygli sem fjölmargir Íslendingar tengdust.

Samkvæmt frétt Stavanger Aftenblad var maðurinn, sem er 45 ára, dæmdur fyrir að hafa ætlað að flytja inn til Noregs 21,25 kg af amfetamíni en hald var lagt á efnin í Kaupmannahöfn. Maðurinn neitaði sök og að sögn lögmanns hans, Kjell Myrland, verður dómnum áfrýjað.

Maðurinn var handtekinn 14. september 2012 í Stafanger. Daginn áður hafði danska lögreglan lagt hald á dópið í bíl í Haslev, úthverfi Kaupmannahafnar. Í kjölfarið var Norðmaðurinn handtekinn ásamt þremur Íslendingum. 

RÚV greindi frá dómnum í gærkvöldi

Mbl.is hefur áður fjallað um málið en í september 2013 voru þrír Íslendingar og tveir Danir dæmdir í sex til tíu ára fang­elsi fyr­ir um­fangs­mikið fíkni­efna­smygl. Íslend­ing­un­um er jafn­framt bannað að ferðast aft­ur til Dan­merk­ur. Einn Íslend­ing­ur var dæmd­ur til vist­un­ar á geðsjúkra­húsi. Þá þarf ann­ar Íslend­ing­ur að gang­ast und­ir geðrann­sókn og verður refs­ing yfir hon­um ákveðin að henni lok­inni.  

Meint­ur höfuðpaur smygl­ar­anna, Guðmund­ur Ingi Þórodds­son, var dæmd­ur í 12 ára fang­elsi í júní. Þá voru þeir Heim­ir Sig­urðsson og Sturla Þór­halls­son dæmd­ir í 10 ára fang­elsi hvor í sama máli í ág­úst sl.

Málið snýst smygl á um 70 kíló­um af am­feta­míni í þrem­ur ferðum, en aðild mann­anna að smygl­inu var mis­mik­il, allt frá smygli á 10-48 kíló­um af am­feta­míni. 

Peter Baunga­ard, sem er 43 ára gam­all, og sagður ann­ar höfuðpaur­inn í mál­inu, var dæmd­ur í 10 ára fang­elsi. Íslend­ing­ur­inn Ágúst Csillaq, sem er 21 árs gam­all, hlaut einnig 10 ára dóm. 

Mads Malmquist Rasmus­sen, sem er 29 ára Dani, var dæmd­ur í sjö ára fang­elsi. Enzo Rin­aldi, fer­tug­ur Íslend­ing­ur, og Erl­ing­ur Karls­son, 24 ára Íslend­ing­ur, voru dæmd­ir í sex ára fang­elsi hvor.

Frétt mbl.is: Íslendingar dæmdir í Danmörku

Frétt mbl.is: Íslenskur hópur í lykilhlutverki

mbl.is