Börnin minntu á rétt sinn

Tilgangur göngunnar var að minna á réttindi barna og Barnasáttmála …
Tilgangur göngunnar var að minna á réttindi barna og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. mbl.is/Eggert

„Ég má tala“ og „Ég á rétt á pizzu“ var á meðal krafna sem börn í 2. bekk á frístundaheimilum í Hlíðum, miðborginni og Vesturbæ settu fram á kröfuspjöldum í réttindagöngu í miðborginni í dag. Tilgangurinn var að minna á réttindi barna og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Gangan lagði af stað frá Hallgrímskirkju kl. 15 og lagði hún leið sína niður í Þjóðleikhús, þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávarpaði börnin og setti hátíðardagskrá. Þá talaði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri við börnin eftir að þau nutu leiklistar og söngs.

Sum réttindi eru mikilvægari en önnur.
Sum réttindi eru mikilvægari en önnur. mbl.is/Eggert

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að réttindaganga barna sé farin árlega í tilefni af barnaréttindaviku allra frístundaheimila í Hlíðum, miðborginni og Vesturbæ. Hún sé hápunktur réttindaviku þar sem lögð sé áhersla á fræðslu um réttindi barna, Barnasáttmálann, lýðræðisleg vinnubrögð og að kenna börnunum að þekkja mun á réttindum og forréttindum.

Börnin komur af frístundaheimilum í Hlíðum, Vesturbænum og miðborginni.
Börnin komur af frístundaheimilum í Hlíðum, Vesturbænum og miðborginni. mbl.is/Eggert
Þessir krakkar voru með það á hreinu að málfrelsið nær …
Þessir krakkar voru með það á hreinu að málfrelsið nær til þeirra til jafns við fullorðna. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávarpaði börnin og setti hátíðardagskrána.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávarpaði börnin og setti hátíðardagskrána. mbl.is/Eggert
Kröfuspjöld barnanna voru þau litríkustu.
Kröfuspjöld barnanna voru þau litríkustu. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert