Telur að fimm flokka stjórn gæti náðst

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. mbl.is/Árni Sæberg

Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir mjög erfitt að átta sig á hvort Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, muni takast að mynda fimm flokka stjórn.

„Það verður reynt til þrautar með þetta en það er mjög erfitt að átta sig á því hvort það gengur. Ég held að það gæti alveg tekist,“ segir Grétar Þór.

„Svo verður maður að meta hvernig samsetningin er, hvernig málefnasamningurinn lítur út og hvar ásteytingarsteinarnir eru, ef maður ætlar að spá því hversu langlíf hún verður.“

Hálf þjóðin vildi Katrínu sem forseta

Spurður hvort Katrín sé rétta manneskjan til að leiða stjórnina kveðst Grétar Þór ekki hafa heyrt neinar raddir sem draga hana í efa. „Það er bratt ef menn ætla fyrirfram að efast um hana þegar hálf þjóðin vildi fá hana sem forseta fyrir ekki löngu síðan.“

Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.
Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.

Rökrétt skref

Að mati Grétars er það rökrétt skref hjá Katrínu að reyna að mynda fimm flokka stjórn eftir það sem á undan er gengið. „Það er rökrétt að Vinstri græn með stjórnarmyndunarumboð horfi til stjórnar sem er frekar vinstra megin, það þarf ekkert að koma á óvart. Hvort það tekst er annar handleggur en það er ákveðin breidd á þessari stjórn,“ segir hann og nefnir að hún virðist vera sett upp sem umbótastjórn án fráfarandi stjórnarflokka.

Viðreisn og Björt framtíð staðið fast á sínu 

Hann bætir við að þótt menn virðist vera tiltölulega jákvæðir fyrirfram þá standi menn á sínum málum. Því verður fróðlegt að sjá hvernig viðræðurnar ganga. „ Við sjáum hvernig Viðreisn og Björt framtíð hafa staðið fast á sínu gagnvart Sjálfstæðisflokknum. Ég á ekkert von á því að þeir fari að slaka á sínum áherslum í þessa áttina heldur.“

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni er vonsvikinn

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nefndi eftir fund sinn með Katrínu í gær að þriggja flokka stjórn væri mun betri kostur en fimm flokka.

Frétt mbl.is: Líst afleitlega á fimm flokka stjórn

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins eftir fund sinn með Katrínu Jakobsdóttur.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins eftir fund sinn með Katrínu Jakobsdóttur. mbl.is/Golli

Grétar segir slíka stjórn tölfræðilega vera inni í myndinni og Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti þá að vera inni í henni. „Það þarf ekki að koma á óvart að hann [Bjarni]  vísi til þess. Auðvitað er hann vonsvikinn yfir því að tilraunir hans hafi ekki tekist, alla vega enn sem komið er. Sigurður Ingi, formaður Framsóknarflokksins, nálgast þetta heldur meira diplómatískt en þeir tveir virðast vera utan við allar hugmyndir, alla vega í bili.“

Birgitta Jónsdóttir eftir fundinn með Katrínu Jakobsdóttur. Smári McCarthy ræðir ...
Birgitta Jónsdóttir eftir fundinn með Katrínu Jakobsdóttur. Smári McCarthy ræðir í bakgrunni við fjölmiðla. mbl.is/Golli

Ekki algjörir græningjar

Sigurður Ingi dró stórlega í efa að fimm flokka stjórn gæti starfað saman og nefndi meðal annars reynsluleysi þeirra þingmanna sem í henni yrðu.

Frétt mbl.is: Framsókn efast um fimm flokka stjórn

Grétar segir að vissulega sé óreynt fólk innan um á Alþingi. Hann nefnir samt að hjá Pírötum sé fólk með reynslu. „Ef helmingurinn af þingflokknum er með meiri eða minni þingreynslu er ekki hægt að afgreiða þetta sem algjöra græningja. Mér finnst dálítið langt seilst þar og gert svolítið lítið úr Pírötum hvað það varðar. Menn virðast vera varkárir þegar þeir eru annars vegar," segir hann.

„En talandi um reynslulítið fólk þá er hægt að minna fólk á að árið 1991 stökk Davíð Oddsson inn á þing og beint í forsætisráðuneytið, án þess að hafa nokkurn tímann verið á þingi, þannig að reynsluleysið hefur ekki alltaf flækst fyrir mönnum,“ greinir Grétar frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Nauðgað af íþróttamanni og fékk samfélagið á móti sér

19:27 „Af því að hann var svo flottur og mikil fyrirmynd í sinni íþrótt og landsliðsmaður, þá var þetta allt mér að kenna,“ segir Embla Kristínardóttir, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur í körfuknattleik, en hún hefur stigið fram og sagt frá því þegar fullorðinn frjálsíþróttamaður nauðgaði henni. Meira »

Tekst á við fyllibyttuna og dópistann

19:23 Við trúðum þessu varla þegar við fengum að vita að myndin okkar hefði verið valin til sýningar á Berlinale, aðalkvikmyndahátíðinni hér í Berlín. Hún er stór og alþjóðleg, ein af A-hátíðunum í heiminum. Þetta er gríðarlega góð kynning fyrir myndina okkar.“ Meira »

Grunur um íkveikju í Stardal

19:18 Lögregluna grunar að kveikt hafi verið í bænum Stardal á Mosfellsheiði í byrjun janúar. Bærinn brann til kaldra kola að morgni laugardagsins 6. janúar. Ekki var föst búseta á bænum og hafði ekki verið í nokkur ár. Meira »

30 kílómetrar malbikaðir í fyrra

19:14 Malbikað var fyrir tæpar 1.300 milljónir króna í Reykjavík á síðasta ári. Fyrir það fengust 30 kílómetrar af malbiki sem er um 7,1% af heildarlengd gatnakerfisins. Meira »

Reyndi að smygla stinningarlyfi til landsins

18:57 Karlmaður var í gær dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsómi Reykjavíkur fyrir að hafa reynt að smygla 2.1999 stykkjum af stinningarlyfinu Kama­gra til landsins. Meira »

Fimm áskrifendur til Stokkhólms

18:40 Fimm heppn­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins unnu ferð fyr­ir tvo til Stokkhólms í gær en þá var dregið í annað sinn af tíu úr áskriftarleik Árvakurs og WOW air. Meira »

Viðraði áhyggjur vegna lánveitinga

18:01 Ákæruvaldið og verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis greinir á um það hvort eðlismunur sé á sjálfvirkum pörunarviðskiptum í Kauphöllinni og tilkynntum viðskiptum, svokölluðum utanþingsviðskiptum. Innri endurskoðandi Glitnis viðraði áhyggjur af háum lánum til lykilstarfsmanna í júlí árið 2008. Meira »

Rannsókn á leka úr Glitni hætt

18:02 Rannsókn á leka úr Glitni banka hefur verið hætt af hálfu embætti héraðssaksóknara. Fjár­mála­eft­ir­lit­ið kærði gagnaleka úr þrota­búi Glitn­is í október í fyrra. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við mbl.is að rannsókn hafi verið hætt, en Rúv greindi frá málinu fyrr í dag. Meira »

„Íslandsmet í tollheimtu“

17:55 Niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að ríkinu hafi verið heimilt að leggja 76% toll á franskar kartöflur á árunum 2010-2014 eru Félagi atvinnurekenda mikil vonbrigði. „Allur málflutningur íslenska ríkisins í þessu máli er afar öfugsnúinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Meira »

Fundað um borgarlínu í beinni

17:25 Fyrsti opni íbúa- og kynningarfundur um borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, fer fram í dag í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hér er hægt að fylgjast með beinu streymi frá fundinum. Meira »

Arnar Þór aðstoðar Ásmund

17:14 Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan vélsleðamann

17:08 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til um miðjan daginn en sækja þurfti slasaðan vélsleðamann skammt suður af Klukkuskarði. Meira »

Heimilt að leggja 76% toll á franskar

16:01 Ríkinu var heimilt að leggja á 76% verðtoll á innfluttar franskar kartöflur ár árunum 2010-2014. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar, en fyrirtækin Innnes og Hagar töldu gjaldtöku tollsins vera í bága við ákvæði stjórnarskrár og grundvallarreglur stjórnskipunar- og skattaréttar. Höfðu þau farið fram á endurgreiðslu gjaldanna fyrir tímabilið. Meira »

Funduðu um fyrstu daga þingsins

15:27 „Við vorum bara að fara yfir næstu viku og hvernig við leggjum af stað eftir helgina,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við mbl.is en hann fundaði í dag með formönnum þingflokkanna. Þingið kemur saman á mánudaginn að loknum jólaleyfi. Meira »

Bjóða ferðamönnum nýsteiktar kleinur

14:55 „Rakst á þessa flottu stráka úti við Gróttu áðan. Keypti af þeim heitt kakó og glóðvolga kleinu sem þeir steiktu á staðnum. Þeir smíðuðu vagninn sjálfir. Náðu að sprengja krúttskala dagsins hjá mér og þeim túristum sem voru á staðnum,“ segir Ragnheiður Valgarðsdóttir. Meira »

Áslaug flaug á raflínu og drapst

15:50 Heiðagæsin Áslaug, sem var ein fimm heiðagæsa sem fengu senditæki á Vesturöræfum í júlí í sumar, er nú öll. Áslaug drapst er hún flaug á raflínu í Skotlandi, eftir að hafa unað sér vel á vetrastöðvum sínum í Bretlandi. Meira »

Auðveldar aðgengi íslenskra lækna að framhaldsmenntun í hjartalækningum

15:14 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala, og Frieder Braunschweig, yfirlæknir á sviði hjartalækninga á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð, undirrituðu í dag samkomulag um víðtækt samstarf. Meira »

Miðflokkurinn undirbýr framboð

14:10 Miðflokksfélag Suðvesturkjördæmis var formlega stofnað í Glersalnum í Kópavogi í gærkvöldi. Gestir fundarins voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Jöklar - Vorpantanir 2018 í fullum gangi
Erum að taka niður pantanir fyrir aðra sendingu 2018. Húsin eru áætluð til afhe...
Rúmteppastandur
Rúmteppastandur Mjög flottur rúmteppastandur á svaka góðu verði, aðeins kr. 3.50...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
 
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...