Yfirvöld brugðust

Sjúkraflugvél Mýflugs lendir á neyðarbrautinni í sterkri suðvestanátt í fyrra. …
Sjúkraflugvél Mýflugs lendir á neyðarbrautinni í sterkri suðvestanátt í fyrra. Nú er búið að loka þessari flugbraut. mbl.is/RAX

„Nú þegar vetur er genginn í garð eru framkvæmdir við opnun brautarinnar ekki í sjónmáli og er því runninn upp sá tími að ekki er hægt að lenda flugvél á suðvesturhorni landsins í stífri suðvestanátt. Með tilliti til sjúkraflugs er það grafalvarleg staða. Hvað þetta tiltekna flugöryggismál varðar, hafa yfirvöld brugðist.“

Þetta segir Ingvar Tryggvason, flugstjóri og formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, í grein í nýju fréttabréfi FÍA. Hér vísar Ingvar til flugbrautar 07/25 á Keflavíkurflugvelli en sú braut liggur í sömu stefnu og neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli sem lokað var í sumar. Flugbrautin hefur ekki verið í notkun síðan árið 1994. Braut 07/25 gæti nýst fyrir sjúkraflugvélar ef þær geta ekki lent í Reykjavík vegna veðurs.

Í byrjun október flutti Morgunblaðið af því fréttir að innanríkisráðherra hefði kallað eftir kostnaðaráætlun frá Isavia varðandi opnun brautar 07/25 á Keflavíkurflugvelli. Isavia áætlar að það kosti að lágmarki 280 milljónir að opna brautina í einskonar skrúfuþotustærð, segir Ingvar í grein sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert