Heiðarlegast að slíta viðræðunum

Þorsteinn Víglundsson segir þær áherslur sem lagðar voru á skattahækkun ...
Þorsteinn Víglundsson segir þær áherslur sem lagðar voru á skattahækkun ekki hafa hugnaðst Viðreisn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir áherslur á stórfelldar skattahækkanir sem fram hefðu komið í stjórnarmyndunarviðræðum síðustu daga ekki hafa hugnast Viðreisn og því hafi hún talið heiðarlegast að slíta viðræðunum áður en lengra væri haldið.

„Það var búið að varpa fram hugmyndum um hversu mikið þyrfti að auka útgjöldin að mati sér í lagi kannski Vinstri grænna,“ segir Þorsteinn og kveður 40-50 milljarða útgjaldaaukningu hafa ítrekað verið setta fram í viðræðunum. Mikill fjöldi hugmynda, sem byggði á ýmsum skattbreytingum, hafi verið nefndur þessu til tekjuöflunar, m.a. auðlegðarskattur, nýtt skattþrep á hæstu tekjur, hærra fjármagnstekjuskattþrep, hærri virðisaukaskattur á ferðaþjónustu, sem og aðrar skattahugmyndir á ferðaþjónustuna sjálfa.

Fjármögnunarleiðir flokkanna ólíkar

„Mat manna var á endanum að það væru hverfandi líkur á að við gætum náð saman um svo umfangsmikla útgjaldaaukningu og svo miklar skattahækkanir,“ segir hann. Vafalítið hefði verið hægt að ná einhverjum málamiðlunum varðandi afmarkaða þætti. „En það var ekkert launungarmál að þó að allir flokkarnir væru samstíga um að leggja aukna áherslu á velferðarútgjöldin voru fjármögnunarleiðirnar afar ólíkar.“

Þorsteinn segir Viðreisn hafa fyrir kosningar lagt á áherslu á rétta forgangsröðun í ríkisfjármálum, sölu á eignarhlut ríkisins í bönkunum, lækkun skulda og þar með vaxtakostnaðar ríkissjóðs og skapa með því móti ákveðið svigrúm.

Í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna fimm hafi hins vegar verið ráðandi áhersla á stórfelldar skattahækkanir, „sem við á endanum gátum ekki fellt okkur við,“ segir hann og kveður fjármögnunarhugmyndir Viðreisnar ekki endilega þurfa að taka miklu lengri tíma en fjármögnun með stórfelldum skattahækkunum.

Áherslumunur í sjávarútvegsmálum

Þorsteinn segir töluverðan áherslumun hafa einnig verið í sjávarútvegsmálinu. „En að langstærstum hluta þá eru þetta gjörólíkar hugmyndir varðandi umfang ríkisútgjaldanna og hvernig ætti að fjármagna þær, þ.e. þessar miklu skattahækkanir sem varð á endanum til þess að þegar VG var að kalla eftir afstöðu flokkanna til framhaldsviðræðna þá var kannski bara heiðarlegast að flagga því strax að þarna sæjum við fram á veruleg vandkvæði og það væri mjög langt á milli flokkanna í þessum efnum sérstaklega.“

Margt annað hafi hins vegar gengið ágætlega og verði mönnum væntanlega gott veganesti inn í samvinnuna í þinginu á þessu kjörtímabili, hvaða flokkar sem það annars verði sem muni mynda ríkisstjórn.

Hann segir þó líka umhugsunarefni að ef ekki sé hægt að fjármagna þau loforð sem hafa verið gefin í velferðar- og heilbrigðismálum við núverandi stig hagsveiflunnar, hvort slík útgjaldaloforð séu þá yfirhöfuð sjálfbær. „Þetta kallar á endurskoðun á ríkisfjármálum og nýja forgangsröðun. Það er vinna sem við treystum okkur fyllilega í á kjörtímabilinu. Það þarf hins vegar þolinmæði og vönduð vinnubrögð til að ljúka þeirri vinnu.“

mbl.is

Innlent »

Þúsundir krefjast brottrekstrar Íslands

16:46 Fleiri þúsundir manna eru í óðaönn við að skrifa undir áskorun þess efnis að Íslandi verði meinuð þátttaka í Eurovision að ári. Hópurinn stækkar og stækkar. Meira »

„Þetta hefur verið mikil rússíbanareið“

16:17 Togarinn Sóley Sigurjóns er kominn í höfn í Akureyri. Togarinn Múlaberg dró skipið um 90 sjómílur. Sóttist sá dráttur seinlega, enda troll Sóleyjar í eftirdragi lungann úr ferðinni. Meira »

Borgarbúar spöruðu klósettferðirnar

16:14 Vatnsnotkun Reykvíkinga minnkaði til muna þegar Eurovision-söngvakeppnin var sýnd í sjónvarpinu í gærkvöldi miðað við laugardagskvöldið vikuna á undan. Eins og við mátti búast virðast flestir Íslendingar hafa setið límdir yfir skjáunum þegar Hatari flutti atriði sitt. Meira »

Þekkingarleysi eða vísvitandi blekking

15:25 Fyrir liggur að embættismenn og ráðherrar hafa annað hvort ekkert vitað hvað þeir voru að gera þegar draga átti til baka umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið með bréfi íslenskra stjórnvalda til sambandsins árið 2015 eða þeir hafa vísvitandi blekkt íslensku þjóðina. Meira »

Miðflokksmenn einir á mælendaskrá

14:43 Umræður um þriðja orkupakkann halda áfram á þingfundi á morgun, mánudag. Sé mælendaskrá fyrir dagskrárliðinn skoðuð vekur athygli að þingmenn Miðflokksins eru þeir einu sem hyggjast taka til máls, en þeir héldu uppi málþófi um orkupakkann aðfaranótt fimmtudags. Meira »

Sýslumenn senda út neyðaráskorun

14:10 Viðvarandi hallarekstur er á sýslumannsembættum. Vegna þessa hafa embættin séð sig knúin til aðgerða á kostnað veittrar þjónustu, eins og beinna uppsagna og styttingu afgreiðslutíma. Meira »

Strætó um Sæbraut í stað Hverfisgötu

13:41 Framkvæmdir við Hverfisgötu hefjast á morgun, mánudag, og mun Strætó aka um Sæbraut á meðan framkvæmdir standa yfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Um er að ræða leiðir 1, 6, 11, 12, 13 og 14. Meira »

Ætlum ekki að spila Wham-lög!

13:17 Simon Le Bon, söngvari Duran Duran er fullur tilhlökkunar yfir fyrirhuguðum tónleikum sveitarinnar hér á landi í júní. Hann lofar stuði fram á nótt, hyggst ekki spila lög með Wham á tónleikunum og ætlar að halda áfram að skemmta þangað til hann dettur niður. Meira »

Til greina komi að kæra brot Ásmundar

12:47 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir það koma til greina að kæra möguleg brot Ásmundar Friðrikssonar á hegningarlögum til lögreglu. Hún er þó ekki viss um að það sé hennar að gera það, vegna þess að hún sé löggjafinn. Meira »

Áreitti konu á leið til vinnu

11:56 Kona óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna ókunnugs manns sem var að elta hana og áreita á leið hennar til vinnu í miðborginni á áttunda tímanum í morgun. Lögregla handtók manninn og vistaði í fangageymslu. Meira »

„Þokkalega róleg“ vegna uppátækisins

11:31 Enn hafa ráðamenn RÚV ekki fengið upplýsingar um hvaða afleiðingar uppátæki Hatara í sjónvarpsútsendingu Eurovision-söngvakeppninnar, þegar hópurinn veifaði palestínskum borðum, muni hafa. Þetta segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri í samtali við mbl.is. Meira »

Ekkert svigrúm fyrir hræðslu

10:03 Minni Gunnarsson Kalsæg átti annað og gjörólíkt líf áður en hún flutti til Íslands árið 1951. Hún starfaði fyrir norsku andspyrnuhreyfinguna í hættulegri nálægð við Þjóðverja sem höfðu meðal annars lagt undir sig heimili hennar. Minni er 97 ára í dag og verður 98 á árinu. Meira »

Höturum verður mögulega refsað

09:40 Skipuleggjendur Eurovision-söngvakeppninnar munu mögulega refsa Hatara eftir að liðsmenn hópsins veifuðu palestínskum borðum í sjónvarpsútsendingu keppninnar í gærkvöldi. Meira »

Lá ölvaður á Mosfellsheiði

07:26 Upp úr klukkan hálfeitt í nótt var tilkynnt um ölvaðan mann sem lá í götunni á Mosfellsheiði. Var hann vistaður í fangageymslu þar til ástand hans skánar. Meira »

Þungbúið veður og kólnar næstu daga

07:07 Skýjað er á landinu og víða dálítil rigning eða súld og útlit er fyrir norðaustan 8 til 13 m/s, en breytilega átt 3 til 8 m/s sunnanlands. Meira »

Kona sem treysti sér ekki niður fjallið

Í gær, 21:19 Sjötug íslensk kona datt illa á skíðum ofarlega í Skarðsdal í hádeginu í dag. Hún treysti sér ekki til þess að koma sér niður og því var kallað á hjálp. Meira »

Fjórfaldur pottur í næstu viku

Í gær, 19:45 Enginn var með allar tölur réttar í Lottóinu í kvöld og því verður potturinn fjórfaldur í næstu viku.  Meira »

Helga Vala vill breyta siðareglum

Í gær, 19:27 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að koma þurfi málum siðanefndar Alþingis í nýjan farveg. Hún vill stíga varlega til jarðar í þeim efnum en segir þó breytinga þörf. Meira »

Þetta er meiriháttar staður

Í gær, 17:54 Bjarni Guðmundsson greindist með krabbamein í ágúst í fyrra og fór í aðgerð í janúar. Hann fór að sækja styrk til Ljóssins sem hann segir nauðsynlegan griðastað fyrir fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Hann hvetur landsmenn til að leggja Ljósinu lið til að halda starfseminni gangandi. Meira »
Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...