Lárus sakfelldur en Jón Ásgeir sýknaður

Lögmenn sakborninga í dómsal Héraðsdóms Reykjavíkur nú síðdegis.
Lögmenn sakborninga í dómsal Héraðsdóms Reykjavíkur nú síðdegis. mbl.is/Árni Sæberg

Lárus Welding, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is var dæmdur í eins árs fangelsi fyrir þátt sinn í Aurum-málinu svokallaða. Jón Ásgeir Jóhannesson var aftur á móti sýknaður í málinu. Magnús Arn­ar Arngrímsson, fyrrverandi fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs bank­ans, var dæmdur í tveggja ára fangelsi og Bjarni Jó­hann­es­son, fyrr­ver­andi viðskipta­stjóri hjá bankanum var sýknaður.

Enginn fjórmenninganna var viðstaddur dómsuppkvaðninguna í dag.

Málið er höfðað gegn Lár­usi Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóra Glitn­is, Magnúsi Arn­ari Arngrímssynii, fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tækja­sviðs bank­ans, Jóni Ásgeiri Jó­hann­es­syni, sem var einn aðal­eig­enda bank­ans, og Bjarna Jó­hann­es­syni, fyrr­ver­andi viðskipta­stjóra Glitn­is banka.

Frá aðalmeðferð málsins í héraði. Lárus Welding sést hér fyrir …
Frá aðalmeðferð málsins í héraði. Lárus Welding sést hér fyrir miðri mynd. mbl.is/Árni Sæberg

Í málinu var Jón Ásgeir ákærður fyr­ir hlut­deild í umboðssvik­um Lár­us­ar og Magnús­ar Arn­ars en til vara fyr­ir hylm­ingu og til þrauta­vara fyr­ir pen­ingaþvætti og fyr­ir að hafa á ár­inu 2008 í krafti áhrifa sinna í Glitni beitt Lár­us og Bjarna for­töl­um og þrýst­ingi og hvatt til þess, per­sónu­lega og með liðsinni Jóns Sig­urðsson­ar, vara­for­manns stjórn­ar Glitn­is Banka hf., og Gunn­ars Sig­urðsson­ar, for­stjóra Baugs Group, að Lár­us og Magnús Arn­ar samþykktu að veita fé­lag­inu FS38 ehf. 6 millj­arða króna lán frá Glitni, hon­um sjálf­um og Fons til hags­bóta.

Þetta er í annað skiptið sem dæmt er í málinu í héraðsdómi, en áður hafði aðalmeðferð farið fram á fyrri hluta ársins 2014. Voru þá allir ákærðu sýknaðir.

Jón Ásgeir Jóhannesson (annar frá vinstri) sést hér við aðalmeðferð …
Jón Ásgeir Jóhannesson (annar frá vinstri) sést hér við aðalmeðferð málsins. mbl.is/Árni Sæberg

Í apríl 2015 var sá dómur aftur á móti ógildur af Hæstarétti vegna þess að ummæli sérfróðs meðdómara í málinu voru talin gefa tilefni til þess að draga í efa að hann hafi verið óhlutdrægur í garð ákæruvaldsins fyrir uppkvaðningu dómsins. Dómarinn er einnig bróðir athafnarmannsins Ólafs Ólafssonar sem áður hafði verið sakfelldur í dómsmáli sérstaks saksóknara.

Var í kjölfarið öllum dómurum málsins skipt út og hófst aðalmeðferð á ný núna í haust.

Þá var Lárus Welding dæmdur til að greiða 10,3 milljónir króna í málskostnað auk útlagðs kostnaðar. Magnús var dæmdur til að greiða 8,2 milljónir í málskostnað.

Þá var ríkissjóður dæmdur til að greiða 13,9 milljónir í málskostnað vegna sýknu Jóns Ásgeirs og 9,4 milljónir vegna sýknu Bjarna.

Lögmenn fara yfir niðurstöðuna.
Lögmenn fara yfir niðurstöðuna. mbl.is/Árni Sæberg
Ákæruvaldið í málinu, Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari sést hér fjær …
Ákæruvaldið í málinu, Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari sést hér fjær á myndinni. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is