Hörð gagnrýni á formann VG

Formenn og forsvarsmenn flokkanna fimm sem hófu stjórnarmyndunarviðræður undir forystu …
Formenn og forsvarsmenn flokkanna fimm sem hófu stjórnarmyndunarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hörð gagnrýni kom fram á Katrínu Jakobsdóttur formann VG í samtölum Morgunblaðsins við fulltrúa úr flokkunum fimm sem undir hennar forystu reyndu að koma sér saman um sameiginlega stefnu í grundvallarmálum. 

Sömuleiðis kom fram hörð gagnrýni á þingflokk VG, sem fullyrt er að hafi endurskrifað og endursamið þann þátt sem viðræðuhópurinn um atvinnumál hafði samið um sjávarútvegsmál, áður en sá texti rataði inn á borð formanna og forystumanna flokkanna fimm.

Í fréttaskýringu um stjórnarmyndunartilraun flokkanna fimm segir, að textinn um sjávarútvegsmál hafi verið kynntur á formannafundinum sem niðurstaða viðræðuhópsins, en um allt annan texta hafi verið að ræða efnislega en þann sem hafði farið frá viðræðuhópnum um atvinnumál. Þetta hafi hleypt illu blóði í fulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert