Búið að boða þingmenn Viðreisnar á fund

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, mætir á fundinn í dag.
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, mætir á fundinn í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Formenn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar ræddust við óformlega um stjórnarmyndun í gær og lágu undir feldi í dag. Búið er að boða þingmenn Viðreisnar á fund, en það átti að gera þegar eitthvað lægi fyrir eftir samræður formanna flokkanna. Þetta segir Hanna Katrín Friðriksson, fyrsti þingmaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, í samtali við mbl.is.

Frétt mbl.is: Auknar líkur á þriggja flokka stjórn

Hún segir alla sjá þörfina og finna til ábyrgðar að mynda starfshæfa ríkisstjórn og nú þegar formenn flokkanna fara í aðra umferð viðræðna geri hún frekar ráð fyrir því að menn geti komist að niðurstöðu eftir að hafa fundið grundvöll fyrir málefnastarfi í fyrri viðræðum.

Hanna Katrín segist vonast til þess að myndin hafi eitthvað skýrst um helgina og að allir hafi getað lagt eitthvað til í viðræðunum. Í fyrstu umferð þegar flokkarnir ræddu saman stóðu sérstaklega málefni tengd Evrópusambandinu og fiskistjórnunarkerfinu út af borðinu. „Núna er tíminn til að vera lausnamiðaður,“ segir hún.

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, og ...
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/mbl.is

Hanna Katrín segir að staðan í dag sé afleiðing af niðurstöðu kosninga og það hafi haft talsverðar breytingar í för með sér varðandi stjórnarmyndunarviðræður. „Það eru allir að læra og miklar breytingar. Þetta eru óvenjulegir tímar,“ segir hún.

Spurð hvort eitthvað hafi verið rætt innan þingflokksins um mögulegt samstarf við Framsóknarflokkinn, sem hingað til hefur verið utan við formlegar stjórnarmyndunarviðræður, segir Hanna Katrín að ekkert slíkt hafi verið rætt meðal þingmanna Viðreisnar.

Uppfært kl 18:04: Ljósmyndra mbl.is og öðrum fjölmiðlamönnum var neitað um aðgang að Alþingishúsinu af þingverði meðan fundurinn fór fram, en hann gaf upp þá skýringu að það væri að beiðni Viðreisnar. Vildi þingvörður að öðru leyti ekki tjá sig um málið, en sjaldgæft er að blaðamönnum sé meinaður aðgangur að þinghúsinu.

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar.
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar.
mbl.is

Innlent »

Krefjast væntanlega áframhaldandi varðhalds

11:39 Lögreglan mun í dag líklega fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum vegna um­fangs­mik­ill­ar rann­sókn­ar lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um á þrem­ur inn­brot­um í gagna­ver í Reykja­nes­bæ og Borg­ar­byggð þar sem sam­tals 600 tölv­um var stolið. Meira »

Fundaði með sendiherra um umskurð

10:54 Formaður Samtaka evrópskra gyðinga, Menachem Margolin, fundaði með Bergdísi Ellertsdóttur, sendiherra Íslands í Belgíu, í gær um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna um að umskurður drengja verði bannaður með sama hætti og umskurður stúlkna. Meira »

Fólk hugi að niðurföllum og lausum munum

10:51 Gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið og landið allt en spáð er suðaustan hvassviðri eða stormi. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að fólk hugi að niðurföllum og lausum munum að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Vilja stöðva „græðgisvæðingu yfirstéttarinnar“

10:44 Stjórn og trúnaðarráð AFLs Starfsgreinafélags skorar á samninganefnd Alþýðusambands Íslands að segja upp núgildandi kjarasamningi í samræmi við endurskoðunarákvæði hans, þar sem forsendur kjarasamninga eru brostnar að mati ASÍ. Meira »

Skoðaði samskipti Sanitu fyrr um kvöldið

10:38 Khaled Cario, sem ákærður er fyrir að hafa banað Sanitu Brauna á heimili hennar við Hagamel í september á síðasta ári skoðaði tölvu hennar kvöldið umrædda áður en Sanita kom heim. Þar hafi hann séð að Sanita átti í samskiptum við aðra karlmenn og segist hann hafa tryllst. Meira »

Sækist eftir 3. til 4. sæti

10:35 Guðbjörg Oddný Jónasdóttir mannauðsstjóri gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fer fram hinn 10. mars. Meira »

IKEA innkallar sælgæti

09:36 IKEA innkallar GODIS PÅSKKYCKLING-sælgæti. Meðan á framleiðslu sælgætisins stóð komust mýs inn í húsnæði verksmiðjunnar og því gætu vörur hafa mengast. Meira »

Breytingar boðaðar á barnavernd

09:48 Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. Þá verða settar skýrar formkröfur um samskiptahætti stjórnvalda sem gegna hlutverki á sviði barnaverndar. Meira »

Spá 2,9% hagvexti í ár

09:25 Spáð er 2,9% aukningu landsframleiðslu á þessu ári sem er að miklu leyti drifin áfram af vexti einkaneyslu. Hagvöxturinn var 3,8% í fyrra. Meira »

Sigríður metin hæfust

09:21 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað Sigríði Jónsdóttur, sérfræðing í velferðarráðuneytinu, til að fara með stjórn nýrrar gæða- og eftirlitsstofnunar á sviði félagsþjónustu. Meira »

Gefur kost á sér til formanns framkvæmdastjórnar

09:18 Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar og fötlunaraðgerðasinni, gefur kost á sér í embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Kosið verður til embættisins á landsfundi Samfylkingarinnar sem fram fer dagana 2.-3. mars. Meira »

Kvenhetjusaga kúabónda í tökur

08:57 Tökur hefjast í Dalabyggð í næstu viku á myndinni Héraðið, The County, í leikstjórn Gríms Hákonarsonar sem jafnframt skrifar handrit. Meira »

Er eftirspurn eftir íbúðum ofmetin?

08:57 Kanna verður betur hvað býr að baki fjölgun íbúa á hverja íbúð í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, m.a. í Reykjavík. Útleiga til ferðamanna gæti spilað þar inn í en umræðan er á þann veg að ungt fólk komist ekki úr foreldrahúsum. Meira »

„Húsið er allt svart og þakið myglu“

08:18 „Þetta útspil kemur okkur mjög á óvart og það hefur aldrei verið rætt áður af hálfu bæjarins,“ segir Anna Gyða Pétursdóttir, annar eigenda hússins við Austurgötu 36 í Hafnarfirði, sem dæmt var ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítla og myglu. Meira »

Ófærð á heiðum

07:53 Ófært er um Lyngdalsheiði en mokstur stendur yfir. Þá er ófært á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Þungfært er um Steingrímsfjarðarheiði. Meira »

Fyrsta skóflustungan að 155 íbúðum

08:41 Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag kl. 14 við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. Bjargi er ætlað að skapa tekjulægri hópum öruggt húsnæði. Opnað verður fyrir skráningu á biðlista í apríl. Meira »

Göngumenn týndu áttum

08:10 Tveir íslenskir göngumenn á ferð í Reykjadal ofan Hveragerðis báðu um aðstoð björgunarsveita um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Höfðu mennirnir týnt áttum í hríðarverði og farið út af gönguslóðanum. Meira »

Nokkrir skjálftar yfir 2 stig

07:49 Jörð heldur áfram að skjálfa við Grímsey. Flestir eru skjálftarnir litlir en í nótt urðu nokkrir skjálftar um og yfir 2 stig. Meira »
Volkswagen, Vw Transporter 2017 4x4
Dísel 4x4 sjöþrepa sjálfsk, Webasto hitari, klæddur að innan afturí , Verð 4890,...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Múrari
Múrari: Lögg. múrarame.og málari geta bætt við sig verkefnum, múrverk, flísalagn...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...