Bannið nú bundið við Pírata

Píratar hafa breytt um stefnu varðandi þingsetu ráðherra.
Píratar hafa breytt um stefnu varðandi þingsetu ráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Píratar samþykktu í gær í hraðkosningu í kosningakerfi sínu breytingu varðandi þingsetu ráðherra.

Reglan um að þingmenn séu ekki ráðherrar er nú aðeins bundin við þeirra eigin þingmenn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Hraðkosningin stóð yfir í einn sólarhring. Alls greiddu 244 atkvæði og þar af sögðu 216 já eða 88,52% og 28 nei. Kosningaþátttakan þykir góð miðað við að aðeins 86 tóku þátt í kosningu um útfærslu á samþykkt nýrrar stjórnarskrár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert