Með 85% af launum grunnskólakennara

Tónlistarkennarar eru með 85% af launum grunnskólakennara. Þetta kom fram á samstöðufundi Félags tónlistarkennara með grunnskólakennurum í Iðnó. Samningar tónlistarkennara hafa verið lausir í 13 mánuði. 

Gunnar Helgason, rithöfundur og leikari, steig á svið og þakkaði þeim kennurum sem hafa haft mikil áhrif á hann í gegnum tíðina. Hann fullyrti að hann hefði ekki orðið rithöfundur ef það hefði ekki verið fyrir tilstilli góðra kennara.

Söngvararnir Diddú og Kristján Jóhannsson fóru á svið og að því er virtist ætluðu að syngja en gerðu það ekki. Aðeins Helga Bryndís Magnúsdóttir hóf forspilið af dúettinum Libbiamo úr La Traviata en hætt í því miðju. Þau sýndu fram á hvernig tilveran væri ef tónlistar og um leið tónlistarkennslu nyti ekki við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert