Eldur í Hringrás í Klettagörðum

Frá slökkvistarfinu á Klettagörðum.
Frá slökkvistarfinu á Klettagörðum. mbl.is/Ófeigur

Tilkynnt var um eld hjá fyrirtækinu Hringrás á Klettagörðum í kvöld. Í tilkynningu frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins kemur fram að eldur hafi komið upp í safnhaug og að liðsmenn frá öllum stöðvum hafi verið kallaðir á staðinn. 

Hringrás er leiðandi í endurvinnslu brotajárns og móttöku spilliefna á Íslandi.

mbl.is/Ófeigur

Að sögn slökkviliðsins er eldurinn ekki mikill og telja slökkviliðsmenn sig vera að ná tökum á honum. 

Eldurinn kviknaði í blönduðum safnhaug. 

Slökkviliðið að störfum í kvöld.
Slökkviliðið að störfum í kvöld. mbl.is/Ófeigur

Uppfært kl. 23:00

Að sögn slökkviliðsins er búið að hólfa hauginn mikið niður frá fyrri eldum sem þarna hafa kviknað og því varð eldurinn minni en áður.

Starfsfólk frá Hringrás er komið á staðinn og er að moka haugnum til. Slökkvilið slekkur í jafnóðum.

mbl.is/Ófeigur

Lítill reykur hefur komið út frá eldinum og engin hætta er á ferðum. Engu að síður mun taka einhvern tíma að ráða niðurlögum eldsins. 

Frétt mbl.is: Hringrás verði flutt annað 

Uppfært kl. 23:15

Slökkviliðið telur að um 10 til 15 mínútur séu eftir af slökkvistarfinu. 

Uppfært kl. 23:30

Búið er að slökkva sjáanlegan eld. Vakt verður á staðnum til miðnættis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert