Grýttu eggjum í rangt fyrirtæki

Fólk hefur ruglað MAST og Matís saman í tengslum við …
Fólk hefur ruglað MAST og Matís saman í tengslum við umfjöllun fjölmiðla um Brúnegg. mbl.is/Eggert

Eitthvað hefur verið um að fólk hafi ruglast á Matís og MAST (Matvælastofnun) eftir umfjöllun Kastljóss á mánudagskvöld um aðbúnað hænsna hjá Brúneggjum.

Brúnum eggjum hafði verið kastað í starfsstöðvar Matís en starfsmenn tóku eftir því þegar þeir komu til vinnu í morgun. RÚV greindi frá málinu. Þar greinir upplýsingafulltrúi Matís frá því að sex eða sjö egg hafi verið brotin við aðalinngang fyrirtækisins í morgun.

MAST (Matvælastofnun) hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki gripið í taumana og látið neytendur vita eða lokað fyrir starfsemi Brúneggja. Matís ítrekaði gamla frétt á Facebook í gærmorgun þar sem fólk er hvatt til að rugla ekki Matís og MAST saman.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert