Kona í haldi grunuð um íkveikju

Kona á fertugsaldri var handtekin grunuð um íkveikju.
Kona á fertugsaldri var handtekin grunuð um íkveikju. mbl.is/Þórður Arnar

Kona á fertugsaldri er í haldi lögreglu grunuð um íkveikju í fjölbýl­is­húsi við Hafn­ar­göt­una í Reykja­nes­bæ í nótt. Fyrrverandi kærasti konunnar er íbúi í húsinu og virðist meint íkveikja konunnar beinast gegn honum.

Lögreglan fullyrðir að ekki sé um hatursglæp að ræða sem beinist gegn öllum íbúum hússins. Heldur sé athæfið bundið við deilur milli þessara tveggja einstaklinga. Um 30 manns búa í hús­inu og er hluti íbúa fjöl­skyld­ur úr hópi hæl­is­leit­enda sem dvelja í hús­inu á veg­um Reykja­nes­bæj­ar.

Málið er í rannsókn og gengur vel, að sögn lögreglu. Lögreglurannsóknin beindist fljótlega að konunni. 

Í fyrramálið verður tekin ákvörðun um gæsluvarðhald.   

Frétt mbl.is: 8 á sjúkra­hús eft­ir bruna í Reykja­nes­bæ

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert