„Þetta er mjög alvarlegt“

Frá brunanum í Klettagörðum í vikunni.
Frá brunanum í Klettagörðum í vikunni. mbl.is/Ófeigur

Starfsemi Hringrásar í Klettagörðum sem var stöðvuð í morgun vegna bruna í fyrrinótt verður lokað þar til farið hefur verið gaumgæfilega yfir starfsemi fyrirtækisins. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. Ljósmynd/SteinarH

Hann hefur kallað eftir gögnum frá slökkviliðinu, heilbrigðiseftirlitinu og Faxaflóahöfnum sem eiga landið undir starfseminni.  Vinnustöðvunin gæti því varað að minnsta kosti fram í næstu viku þegar öll gögn liggja fyrir og ákvörðun hafi verið tekin um framhaldið.  

„Þetta er mjög alvarlegt. Það átti að vera búið að ganga þannig um að ekki væri umfram magn á svæðinu. Það var ekki farið eftir því,“ segir Dagur í samtali við mbl.is.

Hann segir það ekki heppilegt að hafa starfsemi eins og Hringrás við Klettagarða í miðri íbúðabyggð í ljósi þess að oft hefur orðið bruni á svæðinu. 

Frétt mbl.is: Starf­semi Hringrás­ar stöðvuð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert