Opnað á kosningu um kjarasamninga kennara

Grunnskólakennarar geta næstu vikuna kosið um nýgerða kjarasamninga.
Grunnskólakennarar geta næstu vikuna kosið um nýgerða kjarasamninga. mbl.is/Árni Sæberg

Opnað verður á kosningu vegna kjarasamninga Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga í hádeginu í dag. Kjörstjórn hjá Kennarasambandinu heldur utan um kosninguna, sem fer fram á vefnum og geta grunnskólakennarar greitt atkvæði um samninginn til klukkan 16 mánudaginn 12. desember.

Grunnskólakennarar hafa í tvígang fellt kjarasamning undanfarna mánuði og hefur kosningaþátttaka þá verið í kringum 70% að sögn Ólafs Loftssonar, formanns Félags grunnskólakennara. Hann segir kosningaþátttöku grunnskólakennara yfirleitt hafa verið meiri en það. „Við erum líka að vonast til að þátttaka að þessu sinni verði talsvert betri en síðast,“ sagði Ólafur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert