Vill ræða við Viðreisn og Bjarta framtíð

Frá upphafi fundarins.
Frá upphafi fundarins. mbl.is/Golli

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við fjölmiðla áður en fundur formanna þingflokkanna hófst í stjórnarráðinu að hann vildi láta aftur reyna á stjórnarmyndunarviðræður við Viðreisn og Bjarta framtíð.

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Golli

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, for­sæt­is­ráðherra, boðaði til fundarins, sem hófst klukkan 11. Ræða átti störf þingsins. 

Alþingi verður kallað sam­an á morg­un klukk­an 13.30. Þar verður fjár­laga­frum­varpið kynnt þingmönnum.

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, …
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, á leið á fundinn. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert