Húsleitarheimild hjá ótengdum félögum

Sérstakur saksóknari felldi niður málið á hendur Samherja 4. september …
Sérstakur saksóknari felldi niður málið á hendur Samherja 4. september 2015. Í júlí síðastliðnum bauð Seðlabankinn Samherja að ljúka málinu gegn greiðslu að fjárhæð 8,5 milljónir. Fyrirtækið hafnaði tilboðinu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur veitti sérstökum saksóknara og gjaldeyriseftirliti Seðlabankans heimild til húsleitar hjá tveimur breskum fyrirtækjum og pólskri skipasmíðastöð árið 2012 í tengslum við rannsókn Seðlabankans á meintum brotum Samherja á lögum um gjaldeyrismál.

Þetta gerði dómarinn þrátt fyrir að félögin þrjú, sem nefnast Katla Consulting, Katla Trading og Stocznia Gdynia, hafi aldrei tengst Samherja eða félögum í eigu hans með nokkrum hætti.

Þetta kemur fram í nýrri bók sem fjallar um starfsemi gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og Almenna bókafélagið hefur gefið út, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Sérstakur saksóknari felldi síðar niður málið á hendur Samherja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »