Hlýjustu desemberdagar í 145 ár

Sólarlag við Seltjarnarnes. Veðurblíðan sem við erum að upplifa í ...
Sólarlag við Seltjarnarnes. Veðurblíðan sem við erum að upplifa í Reykjavík er söguleg. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Fyrsta vika desember er sú hlýjasta sem mælst hefur í Reykjavík frá því að mælingar hófust árið 1871 eða fyrir 145 árum. Ólíklegt er að árið 2016 verði það hlýjasta frá upphafi mælinga hér á landi en ljóst er að það verður á „topp tíu“.

„Það er ekki alveg ljóst hvar þetta ár lendir en ég tel líklegt eins og staðan er í augnablikinu að það verði í hópi þeirra tíu hlýjustu,“ segir Trausti Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. 

Veðurvefur mbl.is.

Trausti segir að rækilegt kuldakast þurfi til að þessi spá rætist ekki. Hins vegar sé ekkert útilokað, hitasveiflur séu tíðar og þekktar á þessum árstíma. Þó telur hann ólíklegt að árið verði hlýjast allra þeirra sem mæld hafa verið. „Það er þó hugsanlegt. Þetta er svona eins og þegar eitthvert lið í íslenska fótboltanum þarf að vinna með sjö marka mun. Árið er þó í þeim flokki frekar en að vera eins og lið sem þarf að vinna með 30 marka mun.“ Sum sé: Enn sé möguleikinn til staðar þótt ekki séu líkurnar nú miklar.

Því hefur þegar verið spáð að árið 2016 verði það hlýjasta á heimsvísu. Trausti segir að hlýja árið okkar á Íslandi eigi sér sömu skýringar en þó aðeins að ákveðnu leyti.

„Við tökum auðvitað þátt í þessari almennu hlýnun,“ útskýrir Trausti. „En sveiflur hér frá ári til árs eru eiginlega tvöfaldar á við það sem gerist á heimsvísu. Sem þýðir að við getum hér verið sitt á hvað, við erum á miklu skriði í kringum heimshitann.“ Þannig geti á Íslandi komið köld ár þó að almennt sé hlýrra en í meðalári á heimsvísu. 

Hlýindin núna skýrast fyrst og fremst af því hvernig vindáttir hafa hegðað sér í haust. Almenn hlýnun í heiminum skýrir ekki ein og sér blíða veðrið á Íslandi þessar vikurnar. 

Trausti segir aðallega tvennt koma til: Suðlægar vindáttir hafa ráðið ríkjum að undanförnu og þar að auki hefur hafís verið með minnsta móti í norðurhöfum. „Allt loft sem kemur úr norðri er ívið hlýrra en venjulega. Þá sjaldan að það hefur komið norðanátt hefur hún verið heldur hlýrri en venjulega.“

Þetta á þó einnig ákveðnar rætur að rekja til hlýnunar í heiminum almennt.

Átta stigum fyrir ofan meðallag

Og desemberblíðan nú er svo sannarlega einstök á Íslandi.

„Þessir sömu sex dagar sem liðnir eru af mánuðinum hafa aldrei verið hlýrri hér í Reykjavík,“ bendir Trausti á. Í gær hafi til dæmis hitinn í Reykjavík verið 8 stigum fyrir ofan meðallag.

Á Akureyri má hins vegar finna dæmi um hlýrri desemberdaga í sögubókunum. 

„Það er ekkert lát að sjá á því hlýindaskeiði sem við höfum upplifað á þessari öld,“ segir Traustur spurður um hvort að hlýindin nú séu fyrirboði um hvað koma skuli í veðrinu hér á landi. Ólíklegt sé þó að veturinn verði allur svona mildur. Janúar, febrúar og mars séu yfirleitt snjóþyngstu mánuðirnir í Reykjavík. Hann rifjar svo upp að veturinn 2010 hafi verið mjög snjóléttur. Þá hafi ekkert snjóað svo heitið geti. 

Trausti Jónsson veðurfræðingur man tímana tvenna í veðrinu. Hann segist ...
Trausti Jónsson veðurfræðingur man tímana tvenna í veðrinu. Hann segist alltaf vera að sjá eitthvað nýtt. mbl.is/Árni Sæberg

Alltaf eitthvað nýtt í veðrinu

Trausti hefur starfað á Veðurstofu Íslands frá árinu 1979 og enn lengur hefur hann fylgst náið með veðri.

Hann neitar því að veðráttan nú sé sú óvenjulegasta sem hann hafi upplifað. „Nei, nei, ég er ýmsu vanur á ýmsa kanta,“ segir Trausti. „Það er mín reynsla að það er alltaf eitthvað nýtt. Eftir allan þennan tíma er ég alltaf að upplifa hluti sem ég hef ekki séð áður. Ég held alltaf að nú hljóti ég að fara að verða búinn að sjá þetta allt. En þá kemur eitthvað nýtt.“

Trausti er virkur bloggari og hér má fylgjast með áhugaverðum skrifum hans um veðráttuna.

mbl.is

Innlent »

Páskahátíð í afskekktasta bæ Grænlands

17:49 Þrettándu páskahátíð Hróksins í Ittoqqortoormiit, afskekktasta bæ Grænlands, lauk á mánudag með Air Iceland Connect-hátíðinni ,,Dagur vináttu Íslands og Grænlands". Meira »

Eldur í sumarhúsi á Þingvöllum

17:26 Tilkynnt var um eld í sumarhúsi við Tjarnargötu, Grafningsmegin við Þingvallavatn á fimmta tímanum og eru slökkviliðsmenn frá Selfossi og Laugarvatni á vettvangi. Meira »

Sungu af gleði í hádeginu

17:09 Heimilislausum var boðið til hádegisverðar í dag og mættu um 40. „Þetta var algjör páskaveisla og þvílík gleði í mannskapnum,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schmidt, skipuleggjandi viðburðarins. „Þetta var alveg stórkostlegur matur. Þetta var lamb og svínakjöt með öllu tilheyrandi.“ Meira »

Kveðst hafa haft samráð við AFL

17:03 Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða ehf., segist hafa haft gott samráð við stéttarfélagið AFL í öllum þeim breytingum sem voru gerðar á samningum starfsmanna í síðustu viku. Meira »

Umferðin inn í Reykjavík þyngist

16:30 Umferðin ætti að þyngjast inn í Reykjavík núna síðdegis og með kvöldinu. Veður var gott í dag þannig að ætla má að fólk hafi staldrað lengur við en ella í sumarbústöðum til að njóta sólarinnar. Meira »

Dísa farin til dýpkunar

15:47 Dýpkunarskipið Dísa er á leið í Landeyjahöfn til að dýpka höfnina en eins og kom fram fyrr í dag er dýpið í höfninni minnst um 3,7 metr­ar en Herjólf­ur rist­ir 4,2 metra. Meira »

„Vatnar út umsamdar launahækkanir“

14:54 Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinafélags, telur fréttirnar af breytingum á samningum starfsmanna hjá Fiskeldi Austfjarða ehf. setja kjarasamningana í uppnám. Meira »

Launakerfi breytt í aðdraganda samninga

14:23 Samningar starfsmanna Fiskeldis Austfjarða ehf. voru endurskoðaðir í vikunni sem leið, nokkrum dögum áður en lífskjarasamningar koma til samþykkta. Nokkrir voru óánægðir. Meira »

Sendir íbúum Srí Lanka samúðarkveðju

13:57 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi í dag samúðarkveðju til Maithripala Sirisena, forseta Srí Lanka, og annarra íbúa þar vegna hryðjuverkanna sem framin voru þar í landi í gær. Meira »

Ræða við foreldra ungmennanna

13:55 Ráðist var á ungan pilt af erlendum uppruna við verslunarkjarnann í Langarima í Grafarvogi síðdegis í gær. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns kannast lögreglan við málið og verður rætt við hlutaðeigandi foreldra og barnaverndaryfirvöld í dag og á morgun vegna þessa. Meira »

Segir íbúum haldið í gíslingu

12:37 Lóðsinn mældi dýpið í Landeyjahöfn síðdegis í gær. Á mælingunni má sjá að talsvert af sandi hefur safnast aftur fyrir á milli hafnargarðanna, sem og innan hafnar. Dýpið er nú minnst um 3,7 metrar en Herjólfur ristir 4,2 metra. Meira »

Húsasmiðjan líklega opnuð á morgun

12:10 Þrif standa yfir í verslun Húsasmiðjunnar í Dalshrauni og þar er búist við að hægt verði að opna í fyrramálið. Alltént verður timbursalan opin. Meira »

Töluvert tjón á bílum og húsnæði

11:14 Töluvert tjón varð á bílum og húsnæði þegar eldur kviknaði í bílakjallara blokkar á Sléttuvegi 7. Ekki liggur fyrir hvernig kviknaði í en upptökin eru talin hafa verið í dekkjum og einhvers konar hrúgu í kringum þau. Meira »

„Mjög hættulegur leikur“ hjá fyrirtækjum

09:56 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir gríðarlega alvarlegt að fyrirtæki skuli boða verðhækkanir í miðri atkvæðagreiðslu um kjarasamninga. Þá segir hún það „hættulegan leik“, því mörgum sé misboðið. Meira »

Sumardagurinn fyrsti sá besti

07:01 Allt bendir til þess að sumardagurinn fyrsti verði besti dagur vikunnar þegar kemur að veðri en þá er útlit fyrir fínasta hátíðarveður í flestum landshlutum, sólríkt og fremur hlýtt í veðri. Spáð er allt að 16 stiga hita á Vesturlandi á sumardaginn fyrsta. Meira »

Ofurölvi við verslun

06:53 Tilkynnt var til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um ofurölvi mann við verslun í hverfi 111 síðdegis í gær en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn farinn. Flest þeirra mála sem rötuðu í dagbók lögreglunnar tengjast akstri undir áhrifum fíkniefna. Meira »

Safnað fyrir endurgerð Sóleyjar

Í gær, 21:33 Ég kynntist konunni minni í kvikmyndanámi og við elskum bæði sögulegar og dulrænar kvikmyndir. Sóley er þannig mynd.“  Meira »

Baka í fyrsta íslenska viðarhitaða brauðofninum

Í gær, 21:30 „Þetta er ástríða mín og ég vildi taka þetta alla leið,“ seg­ir Mat­hi­as Ju­lien Spoerry franskur bakari sem opnar ásamt konu sinni Ellu Völu Ármanns­dótt­ur bakaríið Böggvisbrauð í Svarfaðardal. Brauðið er bakað úr nýmöluðu hveiti frá Frakklandi og bakað í viðarhituðum brauðofni þeim fyrsta hér á landi. Meira »

Rannsókn lokið í Dalshrauni

Í gær, 20:56 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lauk rannsóknar á vettvangi þar sem elds­voðinn varð í Dals­hrauni í Hafnar­f­irði í gær. Hann hefur nú verið afhentur tryggingafélagi. Meira »
VolkswagenPolo 2006 til sölu
Vetrar og sumardekk, 4 dyra, ekinn 179 þ.km. Gott viðhald og smurbók. Verð 240 þ...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 40.000 kr afsláttur af Natalie? Klikkaðu á linkinn fyrir neð...
til sölu volvo
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station. Árg. 2000. Mjög góður bíll. Vel viðhald...