Þrír fá 32 milljónir króna

Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu gekk út í kvöld en hann skiptist á milli þriggja heppinna lottóspilara. Hver og einn fær rúmar 32 milljónir króna í sinn hlut.

Tveir af vinningsmiðunum þremur voru keyptir í Danmörku og einn í Noregi.

Aðrir vinningar gengu ekki út en þrír voru með fjóra rétta í Jókernum sem skilar 100 þúsund krónum á haus.

mbl.is