Vanhæfur fyrir og eftir hrun

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður.
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, var vanhæfur til þess að dæma í málum sem tengdust Glitni fyrir og eftir bankahrunið vegna eignar sinnar á hlutabréfum í bankanum.

Þetta fullyrti Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í Kastljósi Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar var rætt við Jón Steinar og Skúla Magnússon, formann Dómarafélags Íslands, um hæfi dómara til að dæma í málum.

Jón Steinar spurði hvort dómari gæti talist hæfur til þess að dæma í málum þar sem annar aðilinn væri félag sem hann ætti hlutabréf í. Skúli sagði meginregluna þá að dómari ætti ekki að dæma í máli fyrirtækis sem hann ætti hlut í. Þar skipti hins vegar máli um hversu mikla hagsmuni væri að ræða.

Jón Steinar hefur lengi verið gagnrýninn á Hæstarétt en sagðist í þættinum reyna að láta það ekki hafa áhrif á sig varðandi þetta mál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert