Hækkuninni beint gegn ferðamönnum

Flestir borgarbúar sem stunda laugarnar eru með skiptakort. Ferðamenn eru ...
Flestir borgarbúar sem stunda laugarnar eru með skiptakort. Ferðamenn eru hins vegar í meirihluta þeirra sem kaupa staka sundlaugaferð. mbl.is/Eva Björk

Hækkunum á verði sundlaugaferða í Reykjavík er aðallega beint gegn ferðamönnum, en eftir áramót hækkar verð á stakri sundferð úr 900 kr. í 950.

„Við erum í raun að hækka mjög lítið,“ segir Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri ÍTR. „Barnakort og árskort barna hækka ekki neitt. 10 miða kortið, sem selst langmest, hækkar um 2,4% og 20 miða kortið hækkar svipað.“

Frétt mbl.is: Borga 950 kr. í sund eftir áramót

Stakur barnamiði hækkar svo úr 140 kr. í 150 kr., sem svarar til 7,1% hækkunar. „Það kemur svolítið illa út prósentulega, en verðið á þessum miða er búið að vera óbreytt í mörg ár,“ segir Steinþór og bætir við að með því að kaupa skiptakort komist börn upp að 18 ára aldri í sund fyrir 97 kr. í hvert skipti.

Greiða með rekstri sundlauganna

Reykjavíkurborg hækkaði í nóvember í fyrra gjald fyrir staka sundferð fullorðinna úr 650 kr. í 900 kr. og segir Steinþór hækkunina ekki hafa dregið úr á aðsókn að laugunum. Fleiri hafi hins vegar fjárfest í miðakortum, enda sé reynt að hafa verð afsláttarkortanna í lágmarki, en ná þessi í stað inn tekjum af ferðamönnum sem sveitarfélögin hafi annars ekki miklar tekjur af.

Kort/mbl.is

Líkt og töflurnar sýna hefur þeim sem velja að greiða fyrir staka ferð í sund fækkað töluvert frá því í fyrra. Í júlímánuði 2015 nálgaðist fjöldi þeirra sem keypti staka sundferð 40.000, en á sama tíma í ár voru þeir rúmlega 30.000.

Spyrja hvort þeiri eigi ekki að borga fyrir heita vatnið 

Tekjur borgarinnar vegna stakrar sundferða hafa þó hækkað á tímabilinu og námu þannig tæpum 30 milljónum í júlí í ár, miðað við rúmar 20 milljónir á sama tíma í fyrra.

Kort/mbl.is

„Það eru ferðamennirnir sem eru að borga staka gjaldið og við, eins og aðrir, erum að greiða með rekstri sundlauganna. Það er því talið eðlilegt að reyna að ná inn gjaldi af ferðamönnum,“ segir hann. „Þetta er sambærilegt og fyrir sambærilega þjónustu í löndunum í kringum okkur. Þar eru það heimamenn sem kaupa sér afsláttarkortin og njóta góðs af því.“

Steinþór segir þessa áætlun til að fá auknar tekjur af ferðamönnum ganga nokkuð vel eftir. „Þeim finnst þetta ekki vera mikill peningur og hafa jafnvel spurt starfsfólk hvort þeir eigi ekki að borga aukalega fyrir læstan skáp eða allt heita vatnið í sturtunum."

Erlendir ferðamenn 30-35% gesta Laugardalslaugar 

Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar og Sundhallarinnar, staðfestir að hækkun á verði stakri sundferð hafi ekki dregið úr aðsókn. „Reynslan frá því í fyrra var að þetta hefði mjög lítil neikvæð áhrif á gesti og starfsmenn í afgreiðslu höfðu orð á því að þetta hefði bara gengið vel fyrir sig,“ segir hann.

„Tilfinningin er sú að langflestir þeir sem eru að greiða staka gjaldið eru ferðamenn sem eru að kíkja í laugina í eitt-tvö skipti.“

Logi segir aðsókn að Laugardalslauginni, þar sem á bilinu 30-35% gesta eru erlendir ferðamenn, bara halda áfram að aukast.

Gert er ráð fyrir að aðsókn ferðamanna að Sundhöllinni muni líka aukast næsta haust, þegar taka á nýja útilaug í notkun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur kviknaði í Straumsvík

06:51 Eldur kviknaði í köplum í álverinu í Straumsvík í nótt. Slökkvilið álversins slökkti eldinn en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er með reykkafara á svæðinu sem eru að kanna hvort nokkurs staðar leynist glóð. Meira »

Skafrenningur á Hellisheiði

06:44 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »

Stormur og rigning á leiðinni

06:39 Gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm undir kvöld á Suður- og Vesturlandi. Hlýnar með rigningu á láglendi. Veðurfræðingur Veðurstofu Íslands ráðleggur fólki að huga að því að rigningar- og leysingarvatn komist sína leið í fráveitukerfi til að fyrirbyggja vatnstjón. Meira »

Umferðartafir á Hellisheiði

Í gær, 21:43 Umferðartafir eru á Hellisheiði (Skíðaskálabrekkunni) um óákveðinn tíma en þar lentu saman lítil rúta og jeppi. Ekki er talið að nein slys hafi orðið á fólki en mikið hefur verið um árekstra í allan dag á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

„Er þetta ekki bara frekja?“

Í gær, 20:24 Hann er 23 ára gamall og á í fá hús að venda þar sem hann hefur glímt við fíkni- og geðvanda. Allt frá því í barnæsku hefur hann verið erfiður. Tíu ára gamall var hann greindur með mótþróaþrjóskuröskun og samskipti við annað fólk hafa alltaf reynst honum erfið. Meira »

Góðar fréttir af Leo og foreldrum hans

Í gær, 20:20 Hjón­in Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og sonur þeirra Leo, fengu þær góðu fréttir í vikunni að þýsk yfirvöld hafi ákveðið að endurskoða umsókn þeirra um alþjóðlega vernd í Þýskalandi. Meira »

Vann 52 milljónir í lottóinu

Í gær, 19:26 Einn var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og fær hann 52,3 milljónir króna í sinn hlut.  Meira »

Tæplega 1800 skjálftar á sólarhring

Í gær, 19:47 Skjálftahrinan við Grímsey heldur ótrauð áfram og hafa tæplega 1800 jarðskjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. „Það er engin sérstök breyting greinanleg, þetta er á mjög svipuðu róli og undanfarið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Ískaldir ferðamenn elska Ísland

Í gær, 18:33 Á meðan landinn þráir sól og hita er bærinn fullur af ferðamönnum sem virðast ekki láta kulda, snjókomu, rigningu og rok stöðva sig í því að skoða okkar ástkæra land. Blaðamaður fór á stúfana til að forvitnast um hvað fólk væri að sækja hingað á þessum árstíma þegar allra veðra er von. Meira »

4 fluttir á slysadeild

Í gær, 18:24 Fjórir voru fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir tvo þriggja bíla árekstra á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum.  Meira »

Harður árekstur í Kópavogi

Í gær, 17:28 Töluverðar tafir eru á umferð á Hafnarfjarðarveginum í suðurátt en harður árekstur varð undir Kópavogsbrúnni.   Meira »

Par í sjálfheldu á Esjunni

Í gær, 17:22 Björgunarsveitarmenn eru á leið upp Esjuna til þess að koma pari til aðstoðar sem er í sjálfheldu. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru þau vel búin og væsir ekki um þau. Meira »

Hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu

Í gær, 17:16 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum.  Meira »

Fjórmenningunum sleppt úr haldi

Í gær, 16:10 Fjórmenningarnir sem eru til rannsóknar vegna líkamsárásar og frelsissviptingar á Akureyri hefur öllum verið sleppt úr haldi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum rann út klukkan þrjú í dag en þremur þeirra var sleppt í gærkvöldi og einum í dag, samkvæmt upplýsingum frá Bergi Jónssyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »

Var með barnið á heilanum

Í gær, 15:10 Tæplega sextugur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarleg kynferðisbrot gagnvart ungum pilti og að hafa haldið honum nauðugum í fleiri daga í síðasta mánuði. Pilturinn er átján ára gamall í dag en brotin hófust þegar hann var 15 ára. Meira »

Aðstæður eins og þær verða bestar

Í gær, 16:44 „Þetta er búinn að vera frábær dagur,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Aðstæður til skíðaiðkunar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafa verið góðar í dag en það snjóaði töluvert í nótt. Meira »

Von á enn einum storminum

Í gær, 15:43 Von er á enn einum storminum á morgun þegar gengur í suðaustan hvassviðri eða storm seint á morgun á Suður- og Vesturlandi. Gul viðvörun er í gildi á öllu landinu. Meira »

Vigdís vill verða borgarstjóri

Í gær, 14:42 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segist stefna að því að flokkurinn nái 4-6 borgarfulltrúum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þá fari hún fram sem borgarstjóraefni flokksins og vilji verða borgarstjóri Reykjavíkur. Meira »
Svartur lazyboy leðurstóll 2 ára gamall
Virkilega nettur vel með farinn Lazyboy svartur leðurstóll . Verðhugmynd 80.000...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
 
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...