Fleiri kennarar greiða atkvæði

Kennarar við mótmæli í Ráðhúsinu.
Kennarar við mótmæli í Ráðhúsinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meiri þátttaka er í atkvæðagreiðslu grunnskólakennara um kjarasamning við sveitarfélögin en í fyrri atkvæðagreiðslum kennara.

Atkvæðagreiðslunni lýkur klukkan 16 í dag og verður niðurstaða hennar gerð opinber í kvöld, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Kosningaþátttaka var orðin um 80% síðdegis í gær, miðað við þá sem eru á kjörskrá. Vænta forsvarsmenn kennara þess að þátttakan fari eitthvað yfir það. Til samanburðar má geta þess að alls greiddu um 70% kennara atkvæði um síðustu kjarasamninga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert