Taldi launamálið vera frágengið

Ásgeir sagðist hafa talið að málið væri frágengið.
Ásgeir sagðist hafa talið að málið væri frágengið. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Ásgeir Loftsson, framkvæmdastjóri LNS Sögu, segist hafa talið að launamál tengt undirverktakanum G&M væri frágengið og að hann hafi ekki verið boðaður á neinn fund með ASÍ eða stéttarfélögum um frekari kröfur vegna vangoldinna launa. Þetta segir hann í samtali við mbl.is, en í gær sagði Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, að starfsmenn G&M hafi ekki fengið greitt á bilinu 30-40 milljónir í yfirvinnu á þessu ári.

Ásgeir segir að eftir að málið kom upp í október og nóvember á þessu ári hafi aðilar málsins rætt saman og niðurstaðan hafi verið að LNS Saga, sem var yfirverktaki, hafi greitt tæplega 20 milljónir vegna októbergreiðslna starfsmannanna.

Frétt mbl.is: Ekki fengið greiddar 30-40 milljónir

„Ef við eigum eitthvað vangoldið þá greiðum við það,“ segir Ásgeir og bætir við að síðast þegar menn komu saman hafi verið rætt um ákveðna upphæð vegna októbermánaðar. LNS Saga hafi tryggt að sú upphæð myndi fara til starfsmannanna. Ef eitthvað standi út af borðinu enn þurfi að ræða það. Hann hafi þó ekki fengið neitt fundarboð og undrast að slíkt sé gert í gegnum fjölmiðla.

G&M vann að þremur stórum verkefnum hér á landi fyrir LNS Sögu. Ásgeir segir að eftir að þetta kom upp starfi þeir ekki lengur fyrir fyrirtækið. Segir hann að einhverjir starfsmenn hafi flust yfir til LNS Sögu, aðrir haldið áfram hjá G&M og aðrir fengið tilboð frá öðrum verktökum.

Meðal verkefna sem G&M vann að var bygging sjúkrahótels við …
Meðal verkefna sem G&M vann að var bygging sjúkrahótels við Hringbraut. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert