Farnir að draga uppsagnirnar til baka

Grunnskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning í gær með 55% atkvæða og ...
Grunnskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning í gær með 55% atkvæða og hefur hluti þeirra kennara sem sögðu upp fyrir undirritun nú dregið uppsögn sína til baka. mbl.is/Styrmir Kári

Fjöldi kennara í Njarðvíkurskóla, Seljaskóla og Réttarholtsskóla hefur dregið uppsagnir sínar til baka undanfarna daga. Þetta staðfestu skólastjórnendur í samtali við mbl.is í dag, en um 90 kennarar höfðu sagt starfi sínu lausu áður en samninganefnd Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning um síðustu mánaðamót. 

Grunnskólakennarar samþykktu samninginn í gær með 55% atkvæða gegn 43%. 

Meirihluti þeirra 20 grunnskólakennara við Njarðvíkurskóla sem sagði upp í síðasta mánuði, hefur dregið uppsagnir sínar til baka. Þetta staðfestir skólastjórinn Ásgerður Þorgeirsdóttir.

„Staðan hefur breyst mikið og til batnaðar. Það er þó ekki útséð með það hvort allir kennarar dragi uppsagnir sínar til baka,“ sagði Ásgerður. „Ég er að ræða við fólk í dag. Ég er með gott fólk hérna, mikið fagfólk, og vil ekki missa það.“

Eru enn að ræða samninginn

12 af þeim 21 kennara í Seljaskóla sem sögðu starfi sínu lausu í haust hafa dregið uppsagnir sínar til baka á undanförnum dögum.

„Ég er búin að vera úti úr húsi í allan dag, þannig að ég veit ekki hvort samþykktin hefur breytt þessu eitthvað í aðra hvora áttina,“ sagði Magnús Þór Jónsson skólastjóri.  „Talan hjá mér stendur núna í níu,“ bætti hann við og kvað níu uppsagnir í einum skóla þó vissulega vera mikið áhyggjuefni.

Magnús sagði skólayfirvöld hafa verið í sambandi við foreldra undanfarnar vikur, enda hefðu þeir vissulega áhyggjur af ástandinu.

„Ég hef sagt fólki að við viljum bíða og sjá hverju fram vindi. Þessi samþykkt er nýskeð og við vitum að fólk er enn að ræða samninginn og velta þessu fyrir sér, þannig að við ætlum að halda áfram að anda að okkur fram á nýja árið, en þá þurfum við að fá skýrari línur.“

Enginn dregið uppsögn til baka í Hólabrekkuskóla

Jón Pétur Zimsen, skólastjóri Réttarholtsskóla þar sem átta sögðu upp, segir sjö kennara nú hafa dregið uppsagnir sínar til baka. „Kennarar höfðu eflaust ólíkar ástæður fyrir að draga uppsagnir sínar til baka, en almennt held ég bara að skólasamfélagið hér hafi togað í þá að hanga inni enn þá,“ sagði Jón Pétur.

Í Dalskóla fékkst ekki upp gefið hvort þeir sex kennarar sem þar höfðu sagt upp muni halda uppsögnum sínum til streitu. Skólastjórnendur munu þó funda með hverjum og einum kennara á næstu dögum, þar sem málin verða rædd.

Engin þeirra kennara sem sagði upp í Hólabrekkuskóla hefur dregið uppsögn sína til baka, en kennarar og skólastjórnendur munu funda um málið á næstu dögum.

Ekki náðist þá í skólastjórnendur í Norðlingaskóla þar sem 12 kennarar hafa sagt upp störfum.

mbl.is

Innlent »

77% virkir á vinnumarkaði við útskrift

10:57 Um 77% þeirra % þeirra 9.500 einstaklinga sem útskrifast hafa frá VIRK eru virkir á vinnumarkaði við útskrift; þ.e. í vinnu, í atvinnuleit eða lánshæfu námi. Þetta kemur fram í frétt sem birt er á vef starfsendurhæfingasjóðsins. Meira »

Aukin sjálfsvígstíðni vakti Sævar til umhugsunar

08:18 „Ég var ekki viss til að byrja með hvaða samtök ég ætlaði að hlaupa fyrir en þegar ég fór að kynna mér málið fannst mér þetta félag höfða mest til mín,“ segir Sævar Skúli Þorleifsson, sem mun hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Pieta-samtökunum. Hann glímdi við vanlíðan um tvítugt og talar nú opinskátt um það í fyrsta skipti, 34 ára. Meira »

Rafræn gátt fyrir dómsskjöl opnuð

07:57 Mikil tímamót urðu í dómstólasögunni 10. júlí sl. þegar fyrsta ákæran ásamt gögnum frá héraðssaksóknara fór til Héraðsdóms Reykjavíkur í gegnum rafræna gátt. Meira »

Óku á og stungu af

07:40 Tilkynnt var um tvo árekstra í Kópavogi í gærkvöldi, annan á sjöunda tímanum og hinn á áttunda tímanum, en í báðum tilfellum höfðu þeir sem ollu árekstrunum stungið af frá vettvangi. Meira »

Hlíðarendi ofan í þotunum

07:37 Húsin á Hlíðarenda í Vatnsmýri rísa hratt um þessar mundir. Verktakar og vinnuvélar í tugatali eru að störfum en samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir um 600 íbúðum á svæðinu. Meira »

Víða þokubakki nú í bítið

07:20 Hlýtt og rakt loft er yfir landinu, víða rigndi síðustu nótt sem leiðir til þokubakka sem finna má víða nú í bítið, einkum þar sem vindur andar af hafi. Meira »

Drakk áfengi í strætó

06:57 Strætóbílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna ölvaðs manns sem drakk áfengi í vagninum og neitaði að yfirgefa vagninn. Lögreglan ók manninum heim til sín. Meira »

Eldur í rusli við Álfhólsskóla

06:31 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í ruslagámum við Álfhólsskóla í Kópavogi um miðnætti í gær.   Meira »

Beittu táragasi gegn lögreglu

06:05 Tveir eru í haldi lögreglunnar á Norðurlandi vestra eftir að táragasi var beitt gegn lögreglumönnum er þeir framkvæmdu leit í hjólhýsi og bifreið. Meira »

Skógræktin vill vita af skaðvöldum

05:30 „Birkikemba virðist vera í blússandi uppsiglingu, sérstaklega á suðvesturhorninu,“ sagði Edda Sigurdís Oddsdóttir, sviðsstjóri rannsóknasviðs Skógræktarinnar á Mógilsá. Meira »

Áhyggjur af stöðunni

05:30 Herdís Storgaard, verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna, hefur varað við töppum af drykkjarílátum og svokölluðum skvísum. Tilkynningum um tilfelli þar sem börn setja upp í sig hluti sem loka öndunarveginum hefur fjölgað. Meira »

Öryggi ábótavant í kirkjum landsins

05:30 Öryggi kirkna og kirkjugripa á Íslandi er ábótavant að mati Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar. Hann segir hættu á að óhlutvant fólk ásælist og taki gripi úr kirkjum, enda hafi það gerst. Meira »

Andlát: Þorsteinn Ingi Sigfússon

05:30 Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, varð bráðkvaddur aðfaranótt 15. júlí, 65 ára að aldri. Meira »

Var söluhæsti leikur í heimi í meira en ár

05:30 Tölvuleikurinn The Machines, sem íslensk-kínverska tölvuleikjafyrirtækið Directive Games þróaði og gaf út árið 2017, var í eitt og hálft ár söluhæsti leikur í heimi á sviði blandveruleika, að sögn Atla Más Sveinssonar, forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, sem er í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag.. Meira »

Einn greindist með mislinga í Reykjavík

05:30 Fullorðinn einstaklingur sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu greindist með mislinga fyrir nokkrum dögum eftir að hafa verið á ferðalagi í Úkraínu, þar sem mislingafaraldur hefur geisað á undanförnum árum. Meira »

Geta opnað leiðina til Asíu

05:30 Vincent Tan, sem fer fyrir félaginu sem keypt hefur 75% hlut í Icelandair Hotels, segir mikla möguleika fólgna í því að tengja ferðamarkaðinn á Íslandi betur við Asíu. Meira »

Töluverðar líkur á þrumum og eldingum

Í gær, 22:41 Töluverðar líkur eru á þrumur og eldingum á Suður- og Vesturlandi á morgun eftir hádegi, að því er fram kemur á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þar er fólki bent á að fara strax upp úr sundlaugum og heitum pottum ef það verður vart við þrumuveður. Meira »

„Ekki útskrifuð og áfram er fylgst með“

Í gær, 22:19 „Hún er ekki útskrifuð og áfram er fylgst með henni,“ segir Áslaug Fjóla Magnús­dótt­ir, móðir tæp­lega þriggja ára stúlku, sem hlaut nýrna­bil­un eft­ir að hafa smit­ast af E.coli í Efsta­dal um miðjan júní en ein­kenn­in komu fram í lok júní. Meira »

„Óvenjuvillandi“ framsetning

Í gær, 21:10 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir frétt á vef Hringbrautar um að hann hafi þegið miða á tónlistarhátíðina Secret Solstice fyrir tæpa hálfa milljón króna „óvenjuvillandi“ þar sem reynt er að „gera hluti tortryggilega“. Þetta kemur fram í nýrri Facebook-færslu hans um tónlistarhátíðina. Meira »
Hornstrandabækurnar eru svolítið sérstakar
Einn pakki af Hornstrandabókum var pantaður í morgun. „Ég vona að þú verð...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Bókaveisla
Bókaveisla Bókaveisla- 50% afsláttur af bókum hjá Þorvaldi í Kolaprtinu. Allt á ...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...